Þetta sagði Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur við Dansk Institut for Internationale Studier, um þá taktík sem Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands, beitir þessar vikurnar.
Þessi taktík sést vel á tveimur landakortum sem Medvedev birti nýlega á Telegram. Landakortin sýna hluta Evrópu, austurhlutann og þar með Úkraínu. Á öðru kortinu er Úkraína sýnd eins og við þekkjum hana en fyrir neðan er kort af Úkraínu framtíðarinnar. Þar er landið miklu minna en nú, stærsti hlutinn er orðinn hluti af Rússlandi.
Við myndirnar skrifar Medvedev að þær séu byggðar á „vestrænum greiningum“ og muni verða að raunveruleika.
Í samtali við B.T. sagðist Splidsboel ekki vera því sammála. „Hann skrifar vestrænar greiningar en eru þær raunverulegar? Það getur verið um greinendur að ræða sem þora ekki að koma upp úr kjallaranum. Þeir geta alltaf fundið einhverja til að vitna í. Þess utan tel ég þetta ekki raunhæft eins og er. Það er mjög erfitt að ná hernaðarmarkmiðum.“