fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Tæplega 700 skjálftar frá miðnætti

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 31. júlí 2022 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 700 skjálftar mældust á Reykjanesskaga frá miðnætti í nótt og þar til rétt fyrir sjö í morgun. Flestir skjálftar eru á svæðinu norðaustan Fagradalsfjalls en þar hófst jarðskjálftahrina um hádegi í gær. Því eru alls komnir um 2500 skjálftar frá því í gær. Sá stærsti í nótt var að stærðinni 4,2 klukkan 04:06 en upptök hans voru rétt vestan við Litla Hrút.

Skjálftavirkni róaðist töluvert eftir klukkan 19 í gærkvöldi og hélst nokkuð stöðug þar til um 3:15 í nótt er hún tók aftur kipp í rúman klukkutíma og róaðist svo aftur.

Almannavarnir lýstu í gær yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinunnar. Óróapúls hefur mælst sem er merki um áhlaup kviku undir yfirborði jarðar og ekki útilokað að eldgos sé í vændum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“