Lögreglan á Norðurlandi eystra birtir á Facebook sannkallaðar vetrarmyndir frá svæðinu í kringum Öskju. Myndirnar bera ekki með sér að þær séu teknar í lok júlí.
Kalt er á hálendinu í umdæminu og hvetur lögreglan þá sem ætla sér þangað að vera vel klædda og á vel búnum bílum.