fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Slippmálið dularfulla – Ragnar hafnar því með öllu að bróðir hans hafi framið sjálfsmorð

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. júlí 2022 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að morgni 1. mars árið 1985 fundust tveir ungir menn látnir inni í rauðum bíl í Daníelsslipp, í vesturhöfn Reykjavíkurhafnar. Niðurstaða rannsóknar var sú að þeir hefðu svipt sig lífi með því að leiða slöngu inn í útblástursrör bílsins. Mennirnir hétu Einar Þór Agnarsson og Sturla Steinsson.

Bróðir Einars, Ragnar Agnarsson, hafnar því með öllu að mennirnir hafi tekið eigið líf. Hefur hann árum saman reynt að fá rannsókn málsins tekna upp á ný. Ragnar fer yfir málið í sjónvarpsviðtali við Hildi Maríu Sævarsdóttur á vef Mannlífs.

Sláandi upplýsingar koma fram í viðtalinu, meðal annars staðhæfir Ragnar að þriðji maðurinn hafi verið á vettvangi og hann viti hver það er. Rannsóknarlögreglumaður sem skoðaði málið óformlega löngu síðar leiddi meðal annars í ljós að engar sótagnir voru á rúðum bílsins þrátt fyrir að inn í hann hefði átt að hafa verið leiddur koltvísýringur sem olli dauða mannanna beggja. Aðeins morgundögg var á rúðunum. Enn fremur var annar maðurinn með opin augu sem er sérkennilegt miðað við að hann fékk koltvísýring í andlitið. Fjöldamargt við niðurstöðu rannsóknarinnar er athugunarvert.

Ragnar segir meðal annars í viðtalinu:

„Ég fékk senda heim frá Kirkjugörðum Reykjavíkur tvo svarta ruslapoka með fötum strákanna. Annar pokinn var merktur Einari. Hinn Sturlu. Systir mín og vinkona okkar voru hjá mér þegar ég fékk þessa poka. Ég opnaði pokann með fötum bróður míns og sturtaði úr honum og þá gaus upp mikil gaslykt. Bensínlykt. Annars var ekkert á fötunum að sjá sem voru hrein. Það var bara þessi ofsalega lykt. Ég tók þetta síðan saman og fór með pokann inn í sturtu.

Svo opnaði ég poka Sturlu og ultu fötin út. Þá var enga lykt að finna annað en ferska lykt. Ferska moldarlykt; enda fötin velt úr mold og í þeim talsvert blóð. Við sögðum að mennirnir hafi ekki dáið saman. Þetta varð til þess að ég fór illur næsta morgun á fund Hauks Bjarnasonar hjá rannsóknarlögreglunni og sagði við hann að ég vildi ekki hafa það að það væri logið að mér um dauða bróður míns. Haukur róaði mig. Hann sagði að ég vissi orðið það mikið að það væri ekki hægt að fela fyrir mér. Sturla átti í miklum átökum þarna, hann varð fyrir kæfingu, lungnapípur sprungu og hann gubbaði blóði. Hann vildi ekki segja mér um andlát bróður míns þar sem ég væri of náinn honum.“

Sjá nánar á vef Mannlífs

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands