Siglfirðingurinn Baldur Árni Guðnason er látinn. Trolli.is greinir frá.
Baldur lést þann 24. júlí síðastliðinn, eftir langvarandi veikindi í Svíþjóð, þar sem hann bjó einn. Fjölskylda og systir Baldurs, sem býr í Bandaríkjunum, hefur sett af stað söfnun til að uppfylla hinstu ósk hans, sem var sú að hvíla við hlið einkasonar síns á Íslandi.
Það er kostnaðarsamt ferli að flytja líkamsleifar Baldurs til Íslands og hefur því verið sett upp söfnunarsíða til að fjármagna þetta verkefni, sem var hinsta ósk hins látna.
Margt smátt gerir eitt stórt en söfnunarsíðan er hér.