fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Rússneska leyniþjónustan stöðvaði bíræfna tilraun Úkraínumanna – Afhjúpaði um leið of mikið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. júlí 2022 07:00

Rússneskar Mig-29 orustuþotur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska leyniþjónustan, FSB, kom nýlega upp um aðgerð úkraínsku leyniþjónustunnar, SBU, sem gekk út á að lokka rússneska herflugmenn til að ganga til liðs við Úkraínumenn og taka flugvélar sínar með. Rússar segja að Vesturlönd hafi aðstoðað við þessa aðgerð Úkraínumanna. En hvort sem það er rétt eður ei þá liggur fyrir að málið þróaðist á furðulegan hátt og báðir aðilar komust margoft að fyrirætlunum hins.

Rússneskir fjölmiðlar hafa birt afhjúpanir FSB í formi skilaboða og hljóðupptaka sem eru að sögn af úkraínskum útsendurum sem reyndu að fá 10 rússneska flugmenn til liðs við Úkraínumenn. Voru þeim boðnar 2 milljónir dollara fyrir að stinga af með flugvélar sínar.

Samkvæmt áætlun Úkraínumanna áttu rússnesku flugmennirnir að segja að úkraínskar orustuþotur hefðu neytt þá til að lenda vélum sínum. Síðan átti að senda þá á öruggan stað. Auk peninga lofuðu Úkraínumenn að senda ættingjum flugmannanna 10.000 dollara og að þeir myndu geta fengið dvalarleyfi á Vesturlöndum.

Mistök hjá FSB

Það komst upp um áætlun Úkraínumanna þegar úkraínskur leyniþjónustumaður sagði FSB frá henni. Rossija-24 sakaði búlgarska blaðamanninn Christo Grozev um að tengjast málinu ásamt bresku leyniþjónustunni MI6.

Grozev, sem starfar fyrir rannsóknarmiðilinn Bellingcat sem hefur verið Rússum mikill þyrnir í augum, var í Úkraínu þegar þetta átti sér stað. Hann var að gera heimildarmynd um starfsemi úkraínsku leyniþjónustunnar í stríðinu. Hann staðfesti á Twitter að staðhæfingar Rússa um áætlun Úkraínumanna væru réttar. Það gerði Dmitrij Peskov, talsmaður Pútíns, einnig og hrósaði rússnesku leyniþjónustunni. Samkvæmt frétt Tass sagði Peskov að þetta mætti þakka gagnnjósnum Rússa.

Eftir því sem Grozev segir þá kom FSB illa upp um sig í tengslum við málið og það varð til þess að úkraínska leyniþjónustan greip til gagnaðgerða gegn rússnesku gagnnjósnunum. „Aðgerðin var alvarlega misheppnuð af hálfu FSB sem afhjúpaði óviljandi upplýsingar um tugi útsendara sinna og um aðferðir sínar,“ segir Grozev.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“