Rússneskir fjölmiðlar hafa birt afhjúpanir FSB í formi skilaboða og hljóðupptaka sem eru að sögn af úkraínskum útsendurum sem reyndu að fá 10 rússneska flugmenn til liðs við Úkraínumenn. Voru þeim boðnar 2 milljónir dollara fyrir að stinga af með flugvélar sínar.
Samkvæmt áætlun Úkraínumanna áttu rússnesku flugmennirnir að segja að úkraínskar orustuþotur hefðu neytt þá til að lenda vélum sínum. Síðan átti að senda þá á öruggan stað. Auk peninga lofuðu Úkraínumenn að senda ættingjum flugmannanna 10.000 dollara og að þeir myndu geta fengið dvalarleyfi á Vesturlöndum.
Það komst upp um áætlun Úkraínumanna þegar úkraínskur leyniþjónustumaður sagði FSB frá henni. Rossija-24 sakaði búlgarska blaðamanninn Christo Grozev um að tengjast málinu ásamt bresku leyniþjónustunni MI6.
Grozev, sem starfar fyrir rannsóknarmiðilinn Bellingcat sem hefur verið Rússum mikill þyrnir í augum, var í Úkraínu þegar þetta átti sér stað. Hann var að gera heimildarmynd um starfsemi úkraínsku leyniþjónustunnar í stríðinu. Hann staðfesti á Twitter að staðhæfingar Rússa um áætlun Úkraínumanna væru réttar. Það gerði Dmitrij Peskov, talsmaður Pútíns, einnig og hrósaði rússnesku leyniþjónustunni. Samkvæmt frétt Tass sagði Peskov að þetta mætti þakka gagnnjósnum Rússa.
Today FSB announced that they have “foiled a plot by Ukraine’s intelligence services” to lure Russian military pilots to surrender to Ukraine – with their planes – in return for millions of USD in payments (thread).
— Christo Grozev (@christogrozev) July 25, 2022
Eftir því sem Grozev segir þá kom FSB illa upp um sig í tengslum við málið og það varð til þess að úkraínska leyniþjónustan greip til gagnaðgerða gegn rússnesku gagnnjósnunum. „Aðgerðin var alvarlega misheppnuð af hálfu FSB sem afhjúpaði óviljandi upplýsingar um tugi útsendara sinna og um aðferðir sínar,“ segir Grozev.
Remember the Wagner sting operation in Belarus? Well, as Russia invaded Ukraine, some of the Ukrainian operatives who engineered that sting decided to repeat it: this time by enticing RU military pilots to surrender. In April, Ukraine adopted an “weapons-surrender-incentive law” pic.twitter.com/A0Ej6ZcgoG
— Christo Grozev (@christogrozev) July 25, 2022