fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Olga Björt „grét stanslaust og titraði“ eftir framúrakstur fjölskylduföðurins á þjóðveginum

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 29. júlí 2022 15:30

Olga Björt Þórðardóttir. Mynd/Eva Ágústa Aradóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sit í bílnum mínum á stæðinu fyrir utan skálann við Landvegamót, titrandi með tárvott andlit að reyna að ná áttum og sönsum.“

Svona hefst færsla sem fjölmiðlakonan Olga Björt Þórðardóttir birti á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Ástæðan fyrir því að Olga sat tárvotur í bílnum sínum er sú að henni var afar brugðið eftir glæfralegan framúrakstur manns á þjóðveginum.

Einhver fjölskyldufaðir á fólksbíl (já, með konu fram í og börn aftur í) tók það mikla áhættu við fokkíng framúrakstur, þegar ég mætti langri röð bíla, að ég þurfti að nauðhemla skransandi á þjóðveginum út í kant og hann samt nánast strauk hliðarspegilinn hjá mér. Honum var svoleiðis drull í framan.“

Þá sagði Olga að lokum í færslunni að þetta augnablik hefði getað farið mjög illa og biðlar til fólks að fara hægar. „Í guðs bænum ekki flýta ykkur svona mikið!“

Ætlaði að harka af sér en fékk svo sjokk

Olga útskýrir málið nánar í samtali við blaðamann en hún var að keyra frá Landeyjum til Hafnarfjarðar þegar framúraksturinn átti sér stað. „Á einum kaflanum á milli Hellu og Landvegamóta mæti ég langri bílaröð. Allt í einu tekur einn ökumaður úr röðinni á ákvörðun að taka framúr án þess, er virðist, að hugsa lengra með hvort það sé neitt pláss til þess,“ segir hún..

„Um leið og ég er við það að mæta honum nauðhemla ég og beygi skransandi út í kant og næ að stöðva bílinn um það leyti sem hann nánast snertir hliðarspegilinn minn, á örugglega um 130 km hraða. Sem betur fer var enginn bíll á eftir mér lengi vel, enda umferðin aðallega í austurátt.“

Eftir þetta ætlaði Olga að keyra áfram í átt að Hafnarfjörðinn en eftir stutta stund varð hún að stöðva bílinn. „Ég ætlaði svo að harka af mér og halda áfram ferð minni en fann þegar ég nálgaðist Landvegamót að ég var að fá eitthvað sjokk,“ segir hún.

„Því lagði ég bílnum þar afsíðis og grét stanslaust og titraði í örugglega korter. Var á sama tíma skíthrædd um að einhverjir myndu lenda í þessum ökumanni eða öðrum svipuðum og mesta ferðahelgin framundan.“

Olga ákvað því að vekja athygli á atvikinu á samfélagsmiðlum til að biðja fólk um að flýta sér hægt. „Ég vil ekki samúð vegna minnar reynslu. Ég vil fyrst og fremst hvetja fólk til að hvetja hvert annað til að fara varlega og leggja frekar fyrr af stað og komast heil á áfangastað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“