Bernd Meyer, þýski ferðamaðurinn sem leitað var að í dag, er fundinn. Þetta kemur fram í upplýsingum frá björgunarsveitum á svæðinu en Meyer fannst á níunda tímanum í dag.
Samkvæmt RÚV er ekki vitað hvert ástand mannsins er en síðast spurðist til hans fyrir hálfum mánuði síðan.
Alls tóku um 100 manns frá björgunarsveitum og lögreglu þátt í leitinni að manninum en einnig var notast við þyrlu Landhelgisgæslunnar í leitinni.