Þetta kemur fram í skýrslu um útkallið sem TV2 hefur fengið aðgang að.
Tim Ole Simonsen, aðgerðarstjóri, sagði í samtali við TV2 að tilkynningin hafi verið þess eðlis að nauðsynlegt hafi verið að bregðast við henni af miklum þunga.
„200 særðir er mjög mikill fjöldi miðað við danskar aðstæður. Það þýðir að við sendum mikið björgunarlið á vettvang og óskum eftir aðstoð frá fleiri aðilum í nágrenninu,“ sagði hann.
Þrír létust í árásinni og fjórir særðust lífshættulega en eru allir úr lífshættu. Þrír til viðbótar urðu fyrir minniháttar meiðslum af völdum skota og um tuttugu meiddust þegar þeir flúðu út úr verslunarmiðstöðinni.
Í heildina var 31 sjúkrabíll sendur á vettvang auk fjölda neyðarlækna og ökutækja til sjúkraflutninga.
Simonsen sagðist ekki telja það hafa verið mistök að brugðist hafi verið við tilkynningunni um 200 særða af svo miklum þunga. Það sé betra að bregðast við af meiri þunga en þörf sé á ef mannslíf séu að veði.