fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Segir afgerandi vikur fram undan í stríðinu – HIMARS fer illa með Rússa og breytir gangi stríðsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 07:03

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú hefur hugsanlega séð myndbönd á samfélagsmiðlum þar sem gríðarlegar sprengingar eiga sér stað að næturlagi í Úkraínu. Síðan birtast myndir af því sem líkjast einna helst yfirborði tunglsins. En þetta eru ekki myndir frá tunglinu heldur af stöðum sem Úkraínumenn hafa skotið á með bandaríska HIMARS flugskeytakerfinu.

Rússneskar skotfærageymslur hafa verið aðalskotmörk þeirra að undanförnu og ein af annarri hafa þær verið sprengdar í loft upp. Nú hafa Úkraínumenn eyðilagt um 50 rússneskar skotfærageymslur langt að baki víglínunni. Mörg þúsund tonn af rússneskum stórskotaliðssprengjum hafa verið eyðilagðar, sprengjur sem átti að nota til að halda uppi stanslausri skothríð á úkraínska bæi og borgir.

Þetta kemur fram í grein eftir Jacob Kaarsbo, fyrrum sérfræðings hjá leyniþjónustu dönsku hersins og núverandi aðalgreinanda hjá hugveitunni Tænketanken Europa, á vef TV2. Hann segir að ágúst muni skipta miklu um gang stríðsins og reikna megi með að Úkraínumenn muni hefja sókn á nokkrum stöðum.

Hann segir að það séu ekki aðeins skotfærageymslur sem Úkraínumenn skjóta á með HIMARS. Þeir ráðist einnig á stjórnstöðvar, herbúðir, mikilvæga innviði á borð við járnbrautarteina og brýr auk ratsjárstöðva og loftvarnarkerfa. Hann segir að samkvæmt upplýsingum frá talsmanni bandaríska varnarmálaráðuneytisins hafi Úkraínumenn hæft rúmlega 100 forgangsskotmörk í síðustu viku.

HIMARS breytir miklu

Kaarsbo segir að kjarninn í sókn Rússa í Donbas í maí og júní hafi verið að láta stórskotalið skjóta linnulaust á Úkraínumenn. Með þessu hafi þeir meðal annars jafnað stórborgina Sjevjerodonetsk við jörðu. Þá hafi stórar rússneskar skotfærageymslur gegnt lykilhlutverki en þegar Úkraínumenn fengu HIMARS hafi allt breyst og nú hafi Rússar misst þessar skotfærageymslur.

„Frá því að Úkraínumenn tóku vopnakerfið í notkun fyrir tæpum mánuði hefur dregið mjög úr rússneskri stórskotaliðshríð. Úkraínskar hersveitir í Donbas segja að nú sé skothríðin 90% minni. Það er útilokað að segja til með algjörri nákvæmni hversu mikið hefur dregið úr stórskotaliðshríðinni en opinber gögn staðfesta að mjög hefur dregið úr henni. Það hefur haft þær afleiðingar að víglínan hefur eiginlega ekki breyst í þrjár vikur,“ segir hann í grein sinni.

Hann bendir á að Rússar hafi neyðst til að flytja skotfærageymslur sínar út fyrir drægi HIMARS sem er um 80 km. Nú þurfi þeir að flytja skotfæri um 100 km leið til víglínunnar og margt bendi til að þeir eigi í erfiðleikum með það vegna skorts á flutningabílum.

Hann segir að reikna megi með að Úkraínumenn muni hefja sókn á næstu vikum, líklega í suðurhluta landsins. Þeir fái fjögur HIMARS-kerfi til viðbótar á næstu vikum og séu nú að taka sex eða sjö M270 flugskeytakerfi í notkun en þau komu frá Bretlandi, Noregi og Hollandi. Kerfið er ekki eins hreyfanlegt og HIMARS en býr yfir meiri skotkrafti því það er hægt að skjóta 12 flugskeytum úr því á skömmum tíma miðað við 6 úr HIMARS. Úkraína sé því að auka getu sína á þessu sviði um 40 til 45% til viðbótar við þau áhrif sem HIMARS hefur haft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“