Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 20. ágúst næstkomandi og hafa nú þegar fjölmargir skráð sig til leiks.
Segja má að áheitasöfnun hlaupsins sé lífæð margra góðgerðarfélaga í landinu og því þeim og landsmönnum öllum mikils virði að hlauparar velji sér málefni, skrái sig inn á Hlaupastyrk og hlaupi svo til góðs. Nú þegar má sjá mörg þekkt andlit sem ætla að hlaupa til að safna fyrir góð málefni og eru nokkur og áheitasíður þeirra hér fyrir neðan.
Hilmar Guðjónsson leikari hleypur fyrir Einstök börn
Sóley Tómasdóttir eigandi Just Consulting hleypur fyrir SKB
Edda Hermannsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka hleypur fyrir Unicef á Íslandi
Hlynur Rúnarsson stofnandi Það er von samtakanna hleypur fyrir samtökin
Hrannar Björn Arnarsson framkvæmdastjóri ADHD samtakanna hleypur fyrir samtökin
G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar hleypur fyrir Alzheimersamtökin
Baldvin Bergsson ritstjóri Kastljóss hleypur fyrir Styrktarsjóð Barna- og unglingageðdeildar