fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Segir að Evrópa þurfi að búa sig undir að Rússar skrúfi alveg fyrir gasið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 18:00

Gazprom hefur stoppað flæði gass til ESB og því hafa Þjóðverjar leitað á önnur mið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar skrúfa á morgun niður í gasstreyminu um Nord Stream 1 leiðsluna og mun leiðslan þá aðeins flytja um 20% þess gass sem hún getur flutt. Bera Rússar fyrir sig viðhaldsvinnu við leiðsluna en evrópskir ráðamenn leggja ekki mikinn trúnað á þá skýringu.

Brian Vad Mathiesen, prófessor í orkuskipulagningu við Álaborgarháskóla í Danmörku, sagði í samtali við Ekstra Bladet að nú sé kominn tími til að ESB grípi til aðgerða. Óvissan tengd gasflutningum frá Rússlandi sé allt of mikil.

Hann sagði að grípa verði til aðgerða vegna þess hversu óörugg orkuafhendingin frá Rússlandi er og gleðjast ef eitthvað gas berst en um leið vera undir það búið að skrúfað verði alveg fyrir gasið.

Gazprom, rússneska ríkisgasfyrirtækið, tilkynnti í gær um skert flæði um Nord Stream 1 vegna viðhaldsvinnu. Segir fyrirtækið að streymið verði um 20% af flutningsgetu leiðslunnar en nú er það um 40% en dregið var úr flæðinu í júní vegna skorts á varahlutum að sögn Gazprom. Þýsk stjórnvöld segja hins vegar að engin skortur sé á varahlutum og engar tæknilegar ástæður fyrir því að streymið er skert.

Gazprom hefur ekki sagt neitt til um hvenær streymið á að vera komið í fyrra horf.

Mathiesen sagðist telja að Rússar séu að beita Evrópu þrýstingi með þessu en um 40% af gasinnflutningi álfunnar er frá Rússlandi. Hann sagðist ekki telja að streymið um Nord Stream 1 fari í gang aftur af alvöru. Nú verði ESB að taka af skarið.

Með 20% streymi sé ekki hægt að fylla gasgeymslurnar fyrir veturinn og það þurfi því að taka erfiðar ákvarðanir til að hægt sé að komast í gegnum næsta vetur á skynsamlegan hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis