fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Pútín með tilboð – Græddu í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 06:02

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hefur stríðið í Úkraínu staðið yfir í rúma fimm mánuði. Úkraínumenn vantar vopn en rússneska innrásarliðið vantar hermenn. Ekki er hægt að segja að það hljómi aðlaðandi að vera hermaður í rússneska hernum þessa dagana í ljósi mikils mannfalls hans í Úkraínu. Samkvæmt opinberum rússneskum tölum hafa 3.800 rússneskir hermenn fallið. Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að um 15.000 hafi fallið og Úkraínumenn segja að 39.000 hafi fallið.

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur fram að þessu ekki gripið til almennrar herkvaðningar til að útvega nóg af hermönnum fyrir hina „sérstöku hernaðaraðgerð“ eins og Rússar kalla innrásina. Hann veit sem er að herkvaðning yrði mjög óvinsæl innanlands. Hann hefur því treyst á hermenn frá útjöðrum Rússlands eins og fram kom í umfjöllun DV í gær.

Rússar senda hersveitir frá Kyrrahafseyjum til Úkraínu – Gæti verið snjall leikur hjá Pútín

Jótlandspósturinn segir að samkvæmt heimildum, bæði rússneskum og vestrænum, sé nú heldur farið að þynnast í röðum þeirra sem hægt er að lokka til herþjónustu. Af þeim sökum hefur Pútín nú opnað veskið til að lokka málaliða til liðs við rússneska herinn. Sjálfboðaliðum er lofað launum sem eru miklu hærri en unga karlmenn getur dreymt um að fá í Rússlandi, nema auðvitað þeir tilheyri elítu Pútíns og taki þátt í að arðræna rússnesku þjóðina.

Le Monde segir að samkvæmt skjölum frá rússneska varnarmálaráðuneytinu þá bjóð herinn nú þrisvar til fjórum sinnum hærri laun en þeir hermenn, sem tóku þátt í innrásinni í upphafi, fengu.

Meðallaun utan rússnesku stórborganna eru á bilinu sem svarar til um 30.000 til 60.000 íslenskra króna á mánuði. Nú býður herinn sem svarar til um 520.000 króna til 1,3 milljóna í mánaðarlaun. Að auki eru greiddar 20.000 krónur aukalega á dag þegar hermenn taka virkan þátt í sókn rússneska hersins. Einnig eru aukagreiðslur í boði fyrir að skjóta niður þyrlu eða flugvél og fyrir að granda skriðdreka.

Herinn heitir því einnig að vera örlátur ef menn særast eða falla og styðja vel við fjölskyldur þeirra og greiða fyrir skólagöngu barna þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“