fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Hættulegir maurar nema land á Íslandi – Stungurnar valda miklum sársauka og langvarandi sárum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 11:00

Rauðir eldmaurar. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópskir eldmaurar hafa numið land á Íslandi en þetta kemur fram í ritgreindi grein þeirra Marco Manc­ini, Andreas Guðmunds­son Gähwiller og Arn­ar Páls­sonar í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins. Greint var frá málinu í Morgunblaði dagsins. Í greininni kemur fram að tvö bú hafi fundist í garði í póstnúmeri 105 í Reykjavík í apríl 2021 en sést hafði til mauranna 2-3 árum fyrr. Alls voru tvær drottningar og um 5 þúsund þernur í búnum og voru þau grafin upp og þeim eytt. Nánari skoðun benti þó til þess að búin væru fullþroskuð og maurarnir hafi getað dreift sér.

Í greininni er hvatt til þess að yfirvöld fylgist vel með þróuninni enda eru eldmaurar ágengir á mörgum svæðum og geta verið fólki til ama. Eldmaurar eru í raun hættulegir mönnum útaf þeim mikla sársauka sem bit þeirra valda og langvarandi sárum. Tveir starfsmenn sem komu að förgun búanna voru til að mynda bitnir og upplifðu miklar kvalir vegna þess.

Í greininni er kallað eftir því að yfirvöld kanni betur hvort að maurarnir hafi dreift sér víðar um höfuðborgarsvæðið.

Þeir eru mjög algengir í Evrópu en talið er að þeir hafi mögulega komið til Íslands í mold pottaplantna sem flutt var hingað til lands.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“