fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Gunnar fjallar um tabú innan 12 spora samfélagsins – „Nú verður allt vitlaust og ég eflaust cancelaður“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 19:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Dan Wiium, smíðakennari og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið, segir að innan 12 spora samfélagsins ríki ákveðið tabú sem hann leyfir sér að varpa ljósi á í pistli sem hann birti hjá Vísi í dag. Tabúið varðar hugvíkkandi efni í edrúmennsku.

Gunnar rekur að hann hafi mætt á 12 spora fund nýlega þar sem fjöldi fólks tjáði sig um tvöfalda sjúkdómsgreiningu, þ.e. ADHD og fíknisjúkdóm. Þetta meðhöndli fólki svo með viðeigandi lyfjum. Gunnar segir að fólki finnist sjálfsagt að tjá sig um þessa sjúkdóma sína og þau lyf sem tekin eru við þeim að læknisráði. Þó upplifir hann að ekki megi ræða um önnur efni sem hann segir hafa reynst árangursrík lækning, svokölluð hugvíkkandi efni.

„Ég horfi á ár eftir ár menn og konur sitja föst, spólandi í geðlyfjabatterís þokunni og allt frá hefðbundnum Conserta og yfir í þessi SSRi lyf sem eru að sýna sig samkvæmt einhverjum rannsóknum að séu bara hálfgerð lyfleysa með massífum aukaverkunum.“ 

Lifnar til gleði og hamingju

Hans reynsla hafi verið sú að geðlyf virki verr heldur en hugvíkkandi efni, en hann hafi séð stóran hóp finna lækningu á andlegum meinum með þeirra aðstoð.

„Á meðan ég hef aldrei séð neinn læknast af sínu andlegu meini eða greindu geðfráviki með hjálp geðlyfja er ég að horfa á fólk í hrönnum lifna til gleði og hamingju með hjálp þessara hugvíkkandi efna.“ 

Gunnar segir að upp sé risin viss bylgja og sé reynsla fólks af notkun þessara lyfja að aukast.

„Ég er í alvörunni að horfa upp á fólk kasta frá sér lyfjum við hinu og þessu nánast samdægurs eftir vel heppnuð ferðalög. Ég veit að nú verður allt vitlaust og ég eflaust cancelaður fyrir að láta svona „hættulegar” upplýsingar út úr mér en málið er það að ég er aðeins að lýsa því sem ég sé á meðan ég mæti í jarðarfarir hjá hinum sem aldrei fengu lækningu heldur sátu fastir eða föst í viðjum eins gróðamesta iðnaðar jarðar, samkvæmt læknisráði frá lækni sem er eflaust nýbúin sækja ráðstefnur og luncha í boði jakkafataklæddra manna og kvenna.“

Stofnandinn notaði LSD

Gunnar segir að það sé algjört tabú að ræða þetta innan 12 spora samfélagsins, sem hafi með fíknisjúkdóm að gera. Þess þá heldur hafi samfélagið reynt að gera lítið úr eða véfengja sögulegar staðreyndir sem séu þær að stofnandi AA samtakanna – Bill Wilson. Hafi áratugum saman gert tilraunir með vini sínum á ofskynjunarlyfinu LSD til að takast á við alvarlegt þunglyndi sem hann glímdi við fyrstu 20 ár edrúmennskunnar.

„Fyrsta skiptið sem hann trippaði á LSD var tekið upp á filmu en þær upptökur eru víst glataðar en manuscript var tekið af upptökunni og það fyrsta sem hann sagði þegar áhrifin voru byrjuð að láta verða vart sig var „fólk á að hætta að taka öllu svona alvarlega”. Alveg ótrúlega viðeigandi skilaboð til okkar sem lifum og hrærumst í ótta við pólitískan rétttrúnað, við óttumst að verða dæmd fyrir að samræmast ekki því sem fjöldinn segir okkur.“

Gunnar segist hafa séð fólk með fíknisjúkdóma ná stórkostlegum árangri með hjálp þessara efna, ýmist í smáskammtaformi sem og fulla skammta sem eru teknir undir leiðsögn. Jafnvel hafi fólk farið á undirbúningsnámskeið sem eru leidd af sálfræðingum.

„Ég geri mér grein fyrir að sögurnar eru eflaust allskonar og í því samhengi vill ég bara ítreka að ég er aðeins að deila eigin reynslu sem og reynslu þeirra sem ég sé í kringum mig, ef ég verð dæmdur fyrir það og brenndur á báli, so be it

Uppfært: Upprunalega var sú óheppilega villa gerð að Gunnar Dan var rangnefndur Gunnar Smári. Þetta hefur að sjálfsögðu verið leiðrétt og biðst blaðamaður velvirðingar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“