fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Eva bregst við ummælum verjanda Skúla læknis – Bendir á að Landlæknir taldi móður hennar hafa borið öll einkenni lífslokameðferðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 15:27

Eva Hauksdóttir. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ekki hissa á því. Það er bara einn angi af þessu fúski. Það breytir því ekki að í máli móður minnar þá kemur fram í álitsgerð Landlæknis að sú meðferð sem hún fékk hafi borið öll einkenni lífslokameðferðar,“ segir Eva Hauksdóttir um þau ummæli verjanda læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, að matsskýrsla dómkvadds matsmanns í rannsókn á meintum brotum Skúla og annars læknis á HSS, sýni fram á sakleysi Skúla. Í skýrslunni kemur fram að skráningarkerfi á HSS hafi verið áfátt og skráning hafi ekki alltaf sagt rétt til um þá meðferð sem sjúklingar fengu í raun og veru.

Sjá einnig: Lögfræðingur Skúla segir að ný gögn sanni sakleysi hans

Eva er á meðal þeirra sem hafa kært Skúla til lögreglu fyrir manndráp en móðir Evu lést í kjölfar þess að hafa verið sett á lífslokameðferð er hún kom til hvíldarinnlagnar á HSS haustið 2019. Konan var lasburða en ekki með lífsógnandi sjúkdóma.

„Þeir voru að reyna að bera þessu við, að þetta væru bara mistök í skráningunni. Landlæknir féllst ekki á það. Ég get ekki tjáð mig um þessa matskýrslu því ég fæ ekki að sjá hana, eða hef ekki fengið það,“ segir Eva.

Eva segist fagna því að fram sé komin matsskýrsla í málinu: „Þetta segir mér í sjálfu sér ekkert. Tíðindin fyrir mig eru þau að skýrslan sé tilbúin. Það þýðir að þá fer kannski eitthvað að hreyfast í þessu máli. Ef við gefum okkur að allt þetta skráningarferli á HSS lykti af fúski þá þýðir það ekki að allt þetta fólk hafi fengið rétta meðferð og að ekki hafi verið brotið gegn lögum um heilbrigðisstarfsfólk.“

Eva vill leiðrétta tvennt sem misfarist hefur í fréttum dagsins um málið, annars vegar að móðir hennar var aðeins 73 ára er hún endaði ævina á HSS en ekki áttræð, hins vegar er að ekki er ein kæra fram komin gegn HSS í þessum málum heldur margar. „Það eru sex kærur vegna fólks sem fékk lífslokameðferð sem endaði með andláti og nokkur mál til viðbótar þar sem fólk lifði af.“ Eva tekur fram að hún geti bara svarað til um mál móður sinnar en í hennar tilviki sé álit Landslæknis afdráttarlaust, vinnubrögð Skúla fái falleinkunn hjá Landlækni sem segir móður hennar hafa borið öll einkenni þess að hafa verið sett á lífslokameðferð.

Í úrskurði Landlæknis er ekki fallist á þá skýringu að tæknilegt atriði hafi valdið því að konan var skráð í lífslokameðferð í stað líknandi meðferðar. Fyrir liggi að hugtakið lífslokameðferð hafi verið skráð í sjúkraskrá við innlögn og í vottorði sem Skúli ritaði í lok september árið 2019. Einnig hafi meðferð konunnar frá fyrsta degi síðustu legunnar samsvarað lífslokameðferð að eðli og framkvæmd.

Landlæknir segir ennfremur í álitsgerð sinni að Skúli hafi gerst sekur um alvarlega vanrækslu og mistök varðandi meðferð konunnar.

Eva segist ekki getað tjá sig um matsskýrsluna á grundvelli einnar setningar sem höfð er eftir verjanda Skúla. „Þetta er skýrsla sem búið er að vinna í marga mánuði. Það hlýtur að vera fleira áhugavert í henni,“ segir Eva sem vinnur að því að fá skipaðan réttargæslumann og vonast til að fá aðgang að skýrslunni í gegnum hann. Algjörlega er óráðið hvort það tekst enda fá réttargæslumenn í sakamálum ekki alltaf aðgang að öllum gögnum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana