fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Prikið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 14:23

Mynd: Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn tvítugum manni sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps.

DV er með ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum. Atvikið átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 15. apríl síðastliðins, utandyra við skemmtistaðinn Prikið við Ingólfsstræti í Reykjavík. Maðurinn er sakaður um að hafa stungið annan ungan mann með hnífi vinstra megin í síðuna með þeim afleiðingum að brotaþolinn hlaut 5 cm langan og nokkuð djúpan skurð á vinstri síðu og gegnum þind, auk áverka á rifi.

Brotaþolinn gerir einkaréttarkröfu í málinu um skaðabætur að fjárhæð 2,1 milljón króna.

Sem fyrr segir er þingfesting í málinu á morgun, 27. júlí, og má búast við því að aðalmeðferð fyrir dómi verði einhvern tíma í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“