Telur ráðuneytið að Rússar þurfi að velja á milli þess að bæta við herafla sinn í austurhluta Úkraínu, þar sem þeir hafa reynt að sækja fram, eða styrkja varnir sínar í vestri en Úkraínumenn hafa hafið sókn í Kherson og stefna á að ná borginni úr höndum Rússa.
Ráðuneytið segir einnig að Rússar eigi í erfiðleikum við að gera við þau mörg þúsund farartæki sem hafa skemmst í stríðinu auk þess sem her þeirra sé undirmannaður.
Ráðuneytið segir að í Barvinok í Rússlandi, um 10 km frá úkraínsku landamærunum, sé stór viðgerðarstöð rússneska hersins og að þar séu nú að minnsta kosti 300 skemmd ökutæki.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 25 July 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/0J6jYm2jFf
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/zf26RycMYw
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) July 25, 2022