Tilkynnt var til lögreglu í dag um konu með hníf á lofti í hverfi 105 í Reykjavík. Mættu sérsveit og lögreglu á staðinn. Kom þá í ljós að allt málið var byggt á misskilningi og var það leyst á staðnum.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að tilkynnt var um vinnuslys í Hafnarfirði í dag. Var maður færður á slysadeild til aðhlynningar. Einnig var vinnuslys í Kópavogi og sá maður var fluttur í sjúkrabíl á slysadeild.