fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Lukkan ekki í liði með Fortune Frank í Keflavík – Sakfelldur fyrir stórfellt brot

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. júlí 2022 11:45

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Fortune Frank, sem er ríkisborgari Nígeríu, var á föstudaginn sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness en Fortune Frank var gefið að sök að hafa reynt að smygla rétt tæplega 900 grömmum af kókaíni til landsins, með styrkleika upp á 81-85%. Er söluverðmæti efnanna um 20 milljónir króna.

Fortune Frank var tekinn með efnin á Keflavíkurflugvelli þann 21. maí síðastliðinn en hann var að koma með flugi frá Mílanó á Ítalíu.

Brot Nígeríumannsins þóttu fullsönnuð enda játaði hann þau skýlaust. Var það virt honum til refsilækkunar, sem og að honum hafi ekki verið gerð refsing áður. Ennfremur að Fortune Frank virðist ekki hafa komið að skiplagningu né fjármögnun fíkniefnainnflutningsins heldur eingöngu séð um flutninginn á efnunum til landsins.

Til refsiþyngingar var litið til þess að maðurinn er sakfelldur fyrir að hafa flutt hingað til landsins umtalsvert magn af kókaíni, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni.

Var Fortune Frank dæmdur í 14 mánaða fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hefur setið í frá 22. maí.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“