fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Lést eftir að hafa bjargað syni sínum úr Brúará

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. júlí 2022 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem lést um helgina í slysi í Brúará var kanadískur ríkisborgari, búsettur í Bandaríkjunum. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að maðurinn hafi komið syni sínum til bjargar sem hafi fallið í ánna.  Við það missti hann sjálfur fótanna og barst niður eftir ánni eina 400 – 500 metra þar sem þyrla LHG fann hann látinn enda áin afar straumþung og mjög köld á þessu svæði.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að málið sé áfram í rannsókn en að yfirvöld vilji koma á framfæri þökkum til allra, viðbragðsaðila og annarra vegfarenda sem komu að og aðstoðuðu í tengslum við slysið.

Brúarárfoss

Á Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar var vakin athygli á færslu frá erlendum ferðamanni á samfélagsmiðlinum Reddit. Sagðist maðurinn hafa orðið vitni að því að sonurinn hafi fallið í ánna og faðirinn hafi þá freistað þess að bjarga drengnum. Hann hafi náð að ýta drengum að landi þar sem aðrir ferðamenn hafi náð að toga hann upp úr ánni.

Straumurinn hafi þó náð tökum á föðurnum og hann hafi dregist niður ánna. Segir netverjinn að hann hafi blásið í flautu sem hann hafi haft meðferðis og reynt að gera fólki neðar við ánna viðvart. Hann hafi svo misst sjónar af manninum og síðar frétt, illu heilli, að hann hafi fundist látinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað

Sjáðu myndbandið sem Trump birti og er að gera allt brjálað
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst

Kjarasamningar loksins í höfn og verkföllum aflýst
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir