fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Aðgerðir í Keflavík vegna sprengjuhótunar í flugvél – Skrifaði „BOMB“á salernisspegilinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. júlí 2022 18:04

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðgerðir standa yfir á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar í flugvél þýska flugfélagsins Condor. Vélin var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum en þurfti að lenda hérlendis á fimmta tímanum í dag vegna sprengjuhótunar. Öll flugumferð um völlinn var stöðvuð á meðan.

Í umfjöllun Fréttablaðsins kemur fram að einhver um borð hafi skrifað orðið BOMB á spegil á salerni í vélinni og hafi í kjölfarið verið ákveðið að lenda flugvélinni þegar hún var stödd í grennd við Grænland.

Aðgerðir standa enn yfir en 266 manns eru um borð í vél­inni. Er unnið að því að koma fólki frá borði og ganga úr skugga um að enga sprengju sé að finna í flugvélinni.

Líklegt er að brottförum frá Leifsstöð síðar í kvöld seinki vegna atviksins.

Uppfært kl.20.03: Í tilkynningu frá lögregluyfirvöldum kemur fram að sprengjusérfræðingar sérsveitar ríkislögreglustjóra ásamt sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar hafa lokið við að sprengjuleita farþegarými vélarinnar.  Nú stendur yfir leit í lest vélarinnar en leit er tímafrek en ekkert óeðlilegt hefur fundist.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“