fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Gunnar Hrafn segir frá óhugnanlegri upplifun sem átti sér stað í nótt – „Það var eins og jörðin hefði gleypt hana“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 11:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, birti í nótt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir frá óhugnanlegri upplifun sinni sem átti sér stað í nótt. Gunnar var að heimsækja vin sinn í Vesturbæ Reykjavíkur og var úti að reykja sígarettur með honum þegar ung og ofurölvi stólka mætti á svæðið. Hann segir ungu stúlkuna ekki hafa náð að gera grein fyrir sér nema að takmörkuðu leyti.

„Hún þáði vatn og áfengi en var mjög ringluð svo við ákváðum að vera áfram úti til að sjá til þess að hún kæmist heim til sín, sem hún sagði að væri rétt hjá,“ segir Gunnar í færslunni. „Svo missir hún ítrekað meðvitund, og ég tek púlsinn á henni sem er veikur. Við náum að vekja hana og gefa henni vatn en hún var alveg stjörf og gat ekkert sagt um hvar hún ætti heima nema að það væri í næsta nágrenni.“

Tveir vinir Gunnars studdu ungu stúlkuna á lappir og hjálpa henni að leita að húsinu sínu og það virtist taka. „En hún fann engla lykla og féll síðan fram fyrir sig á grófa möl beint í andlitið,“ segir Gunnar sem tók þá aftur púls stúlkunnar og tók eftir því að hann var orðinn veikari. Þá ákvað hann að hringja strax í 112.

„Þeir sendu lögreglumenn og sjúkraliða en á meðan ég var að lýsa aðstæðum hafði stúlkan með einhverjum hætti komist yfir í næsta garð.“

Gunnar reyndi að elta stúlkuna á sama tíma og hann talaði við lögregluna. „Skemmst er frá því að segja að ég missti af henni í einhverjum garði, kallaði nafn hennar endalaust (sem byrjar á K, ef einhver kannast við) en það var eins og jörðin hefði gleypt hana. Ég vona svo innilega að hún liggi ekki í einhverjum garði núna heldur hafi fengið hjálp, lögreglan lofaði að leita að henni í hverfinu.“

Fyrrverandi kollegi Gunnars af Alþingi, sem Gunnar nafngreinir ekki í færslunni, varð fyrir einskæra tilviljun vitni að hluta af þessari atburðarás og vildi vita hvað var eiginlega að gerast. „Hann má eiga það að hann sá þrjá fullorðna karlmenn berandi unga stúlku yfir götuna og vildi vita hvað var í gangi,“ segir Gunnar sem endar færsluna svo með mikilvægum skilaboðum.

„Við þurfum öll að vera meðvituð um hættuna sem fólk, sérstaklega stúlkur, standa frammi fyrir í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Talskona Stígamóta tjáir sig um blogfærslur fyrri tíma – „Sá ég tilefni til að kæra nauðgunarhótun í einni slíkri“

Talskona Stígamóta tjáir sig um blogfærslur fyrri tíma – „Sá ég tilefni til að kæra nauðgunarhótun í einni slíkri“
Fréttir
Í gær

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé
Fréttir
Í gær

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar

Leigusali í Grindavík ofrukkaði leigjandann eftir hamfarirnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu