fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Sigmundur Davíð vísar því á bug að hafa undarlegar og fordómafullar skoðanir

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. júlí 2022 17:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki kannast við að hann sé með fordómarfullar eða undarlegar skoðanir. Alþingismaðurinn brást við helgarviðtali Fréttablaðsins við Bjarna Snæbjörnsson en þar fór leikarinn um víðan völl varðandi stöðuna á réttindabaráttu hinsegin fólks og hversu mikilvægt væri að sofna ekki á verðinum.

Hnýtti Bjarni meðal annars í Sigmund Davíð með þessum orðum. „Svo er til dæmis Sigmundur Davíð sem nýtir sér þessa fordóma til þess að ná inn atkvæðum með stórundarlegum skoðunum sínum á trans málefnum. Þetta getur ekki viðgengist. Það getur verið mjög hættulegt að gera ekki neitt, sitja hjá og láta sig málin ekki varða og fóðra fordómana,“ sagði Bjarni og ítrekaði að skeytingarleysið væri hættulegt.

„Við verðum öll að standa saman sem samfélag og uppræta mismunun og hatursorðræðu því að dæmin sýna að ljót orð geta fljótt orðið að hnefahöggum eða byssuskotum. Það er raunveruleikinn okkar,“ sagði Bjarni sem hefur getið sér gott orð með einleikinn „Góðan daginn, faggi“ í Þjóðleikhúsinu.

Sigmundur Davíð er greinilega undrandi ið að hafa verið bendlaður við slíkt og óskar hreinlega eftir því að Bjarni verði fyrsti viðmælandi sinn í hlaðvarpi svo hann geti fræðst um málefni.

„Þetta er nefnt í samhengi við skotárás íslamista á London pub í Osló sem vill svo til að átti sér stað skömmu eftir að ég var þar og þegar þetta er skrifað er ég staddur í næstu götu. Mér er ummunað um að allir einstaklingar teljist jafnréttháir og þess vegna finnst mér áhyggjuefni ef baráttu fyrir mannréttindum er snúið á hvolf, t.d. með því að blanda saman hryðjuverkum og spurningum um hvort rétt sé að þeir sem fæðast karlkyns fái að keppa í kvennaíþróttum. Ég hef lengi hugsað mér að elta trendið (aldrei þessu vant) með því að búa til podcastþætti (hlaðvarp). Það væri heiður og ánægja ef Bjarni Snæbjörnsson væri til í að vera fyrsti viðmælandinn til að fræða mig og hlustendur,“ skrifar Sigmundur Davíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar