Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra voru með nokkuð viðamikla aðgerð í fjölbýlishúsi við götuna Norðurbrú í Garðabæ um hálfsjöleytið í kvöld.
Kona sem býr í næstu götu sá til lögreglubíla og sérsveitarbíls út um glugga og færði sig nær vettvangnum af forvitni. Greinir hún DV frá því að tveir lögreglubílar og einn sérsveitarbíll hafi komið að.
„Það fóru sérsveitarmenn inn í húsið með skildi fyrir sér og voru þarna inni í svona 10-15 mínútur,“ segir konan sem fylgdist ákaft með aðgerðinni.
„Síðan komu þeir út með ungan mann og fóru með hann burtu,“ segir hún.
DV hafði samband við Skúla Jónsosn, aðstoðaryfirlöregluþjón á lögreglustöð 2. Hann hafði engar upplýsingar um málið og segir að enginn hjá lögreglunni sé til svara um það fyrr en á laugardag.