fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Rússneskir hermenn sendir í stríð eftir viku þjálfun – „Bein leið á sjúkrahús eða í líkpoka“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júlí 2022 08:00

Rússneskir hermenn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfun í eina viku og síðan beint í stríðið í Úkraínu. Þannig er staðan fyrir marga rússneska hermenn þessar vikurnar.

The Moscow Times ræddi við 31 árs gamlan hermann sem sagði að aðeins tveimur vikum eftir að hann skráði sig í herþjónustu hafi hann verið sendur til Úkraínu. Þá hafði hann í heildina fengið fimm daga þjálfun.

„Það var hermaður í herdeildinni okkar sem vissi ekki hvernig vélbyssa virkar. Ég kenndi honum hvernig maður tekur vélbyssu í sundur og setur saman. Ég vildi ekki vera við hliðina á honum í orustu. Hvernig á að vera hægt að berjast á þennan hátt,“ sagði hann.

Stríðið hefur nú staðið yfir í um fimm mánuði með tilheyrandi blóðbaði og eignatjóni. Bandarískar og breskar leyniþjónustustofnanir telja að um 15.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu og að um 45.000 hafi særst.

Pavel Luzin, hernaðarsérfræðingur, sagði að það hafi miklar afleiðingar þegar hermenn fá ekki nema viku þjálfun áður en þeir eru sendir í víglínuna. Hann sagði þetta vera ávísun á „beina leið á sjúkrahús eða í líkpoka“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði