fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Íslenskar kýr með landlæga veiruskitu útaf kórónuvírus

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. júlí 2022 10:57

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum hefur staðfest að landlæg veiruskitu í kúm hér á landi sé af völdum Bovine coronavirus, BovCoV. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Mast.

Í henni kemur fram að síðla vetrar og í vor hafi veiruskita verið að ganga á kúabúum víða um land, þó aðallega á Norðurlandi. Tekin var nokkur fjöldi sýna og var greiningu þeirra að ljúka. Lengi hefur verið grunur um að nautgripakórónuveira væri orsök veiruskitu og hefur það nú verið staðfest í fyrsta sinn hér á landi með raðgreiningu úr sýni sem tekið var á kúabúi á Norðurlandi.

Bráðsmitandi sjúkdómur og algengur hérlendis

Í tilkynningunni kemur fram að veiruskita er bráðsmitandi sjúkdómur í nautgripum og finnst um allan heim. Mótefnamælingar hafa sýnt að sýking er mjög algeng í mjólkurkúm hérlendis og blossar veikin upp á mismunandi svæðum á landinu nokkuð reglulega. Sjúkdómurinn smitast með saur og slími frá nösum og breiðist hratt út innan hjarða. Smit berst mjög auðveldlega með óbeinum hætti milli hjarða með óhreinindum sem fylgja fólki og ýmsum hlutum, s.s. múlum, fatnaði, tækjum, bifreiðum o.s.frv. Oftast smitast allir næmir gripir á búinu á nokkrum dögum og sjúkdómurinn gengur yfir á einni til tveimur vikum. Sjúkdómurinn er ekki hættulegur fólki og hefur ekki áhrif á neysluhæfni afurða.

Afleiðingar sjúkdómsins geta verið alvarlegar og langvarandi þar sem sjúkdómurinn skerðir ónæmiskerfi kúnna þannig að þær verða viðkvæmari fyrir öðrum sjúkdómum, m.a. júgurbólgu og öðrum bakteríusýkingum. Þá eykur veiruskita hættu á doða hjá kúm sem komnar eru nálægt burði. Mikilvægt er að kýrnar hafi góðan aðgang að drykkjarvatni og salti. Kýr sem veikjast falla verulega í nyt á meðan þær eru veikar og komast sjaldan í fulla nyt aftur á yfirstandandi mjaltaskeiði. Auk þess hefur veikin neikvæð áhrif á frjósemi kúnna.

Mikilvægt er að bændur haldi uppi öflugum sóttvörnum á búum sínum, dragi úr flutningi gripa og tækja milli búa og lágmarki umgengni utanaðkomandi fólks. Nota ætti hlífðarfatnað og stígvél búsins eða einnota skó-/stígvélahlífar við allar heimsóknir.

 

 

Veiruskita í kúm– orsök staðfest í fyrsta skipti með raðgreiningu hér á landi. | Matvælastofnun (mast.is)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar