fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Fallegt atvik átti sér stað þegar nýr bæjarstjóri Hornafjarðar hélt sína fyrstu ræðu – „Þetta atvik mun ég varðveita allt mitt líf!“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 22. júlí 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fallegt atvik átti sér stað þegar Sigurjón Andrésson, nýr bæjarstjóri í Hornafirði, flutti sýna fyrstu ræðu í embætti í gær.

Sigurjón var þar staddur til að klippa borða í átakinu Römpum upp Ísland, sem snýst um að bæta aðgengi fatlaðra á Íslandi. Þar þakkaði hann meðal annars góðar móttökur er ungur drengur hljóp upp að honum og faðmaði.

Umræddur drengur er unga hetjan Ægir Þór, en hann er með Duchenne-sjúkdóminn og hefur undanfarin tvö ár dansað með móður sinni Huldu Björk Svansdóttur á hverjum föstudegi til að vekja athygli á sjúkdómnum sem og öðrum sjaldgæfum sjúkdómum, og til að sýna að það er alltaf hægt að hafa gaman í lífinu, sama hvað, jafnvel þó það sé aðeins um stutta stund.

Hulda segir í samtali við DV að það sé boðskapurinn sem þau lifa eftir að það sé alltaf hægt að sjá eitthvað gott, en hún veitti blaðamanni leyfi til að deila færslu hennar um atvikið í gær, en hún náði því jafnframt á myndband sem má sjá í færslu hennar.

„Maður getur alltaf séð eitthvað gott á hverjum degi, þó ekki séu allir dagar góðir,“ 

Þetta var svo ótrúlega fallegt andartak

Myndbandinu af atvikinu deilir inn á Facebook-síðu sem hún heldur úti fyrir vitundarvakningu og baráttu þeirra Ægis, Dancing for Duchenne – Ægis journey.

„Þetta gæti hafa verið eitt það fallegasta sem ég hef séð Ægir gera. Hann bræddi hjartað mitt í dag og mögulega einhver fleiri. Ég held að langveikum börnum sé gefið eitthvað sérstakt. Þau kenna okkur svo mikið um samkennd og kærleika,“ skrifar Hulda með myndbandinu.

Hulda segir að við athöfn í tengslum við verkefnið Römpum um Ísland hafi nýbakaður bæjarstjórinn, Sigurjón Andrésson farið með ræðu og „var að þakka fyrir hve vel honum hefði verið tekið hér“

„Ég var að taka upp og sá þá bara undir hælana á Ægi þar sem hann hljó í fangið á honum þó hann hefði aldrei séð hann fyrr. Þetta var svo ótrúlega fallegt andartak og ég var svo stolt af honum að sýna svona kærleik. Væri ekki frábært ef allir myndu fá svona móttökur þegar þeir flytja á nýjan stað? Þetta gerði algjörlega daginn minn og ég hugsa að það hafi verið sama upp á teningnum hjá bæjarstjóranum.“

Þetta atvik mun ég varðveita allt mitt líf!

Sigurjón skrifar í athugasemd við færslu Huldu að um atvik hafi verið að ræða sem hann muni varðveita allt sitt líf.

„Þetta atvik mun ég varðveita allt mitt líf! Þarna var ég að fara með mína fyrstu ræðu sem bæjarstjóri og var að þakka fyrir góðu móttökurnar sem ég hef fengið þegar þetta gerist. Takk Ægir og fjölskylda, samfélagið okkar er ríkara fyrir að eiga fólk eins og ykkur.“

Hulda svarar Sigurjóni og segir að hún muni aldrei gleyma þessu heldur.

„Hann sagði mér seinna að honum hafi liðið eins og þú þyrftir á faðmlagi að halda. Hann hefur svo stórt hjarta þessi ljúfi drengur minn. Takk fyrir falleg orð og við erum lukkuleg að hafa þig sem bæjarstjóra og óskum þér alls hins besta. Ægir sagði mér sérstaklega að hann hefur trú á þér og hlakkar til að ræða um lyftu að vatnsrennibrautinni. Þú getur treyst honum til að heimsækja þig til að ræða það. hahahaha.“

Hægt er að fylgjast með mæðginunum inn á áðurnefndum hóp, Dancing for Duchenne – Ægis journey. En svo eru þau einnig virk á TikTok þar sem þau deila gjarnan kostulegum myndböndum þar sem stutt er í gleðina.

 

@hopewithhulda Living with Duchenne teaches you to try to have as much fun as you can and enjoy the little things #hahaha#myson #momsoftiktok #life #momlife #mom #dmd #fyp #viral #laugh #foryoupage #duchenneawareness #rarediseaseawareness #positivevibes #positivity #hope #parentlife #dmdmom #havefun #enjoylife ♬ original sound – Lifes2short2moan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír taldir vera höfuðpaurar í málinu

Manndrápsmálið: Þrír taldir vera höfuðpaurar í málinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Trausti segir okkur hafa sloppið með skrekkinn í byrjun mánaðar

Trausti segir okkur hafa sloppið með skrekkinn í byrjun mánaðar
Fréttir
Í gær

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Í gær

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið