fbpx
Föstudagur 24.janúar 2025
Fréttir

Eva með föst skot á Helga eftir umdeildu færsluna – „Ég segi það enn og aftur – þú skáldar ekki þennan skít“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. júlí 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færsla sem Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, birti á samfélagsmiðlum, hefur vakið mikla athygli í dag en þar sagði Helgi Magnús að hælisleitendur ljúgi

Eva Hauksdóttir, lögfræðingur, veltir því fyrir sér hvort að það sé einhver skortur á bjánum hjá ríkissaksóknara í pistli sem hún birti hjá Vísi í dag.

Þar rekur Eva að í nýlegum dómi hafi Héraðsdómur komist að þeirri niðurstöðu að hælisleitandi hafi ekki sagt ósátt um samkynhneigð sína. Viðbrögð vararíkissóknara hafi verið þau að birta opinberlega yfirlýsingu um að hælisleitendur ljúgi.

„Að auki spyr hann hvort sé einhver skortur á hommum á Íslandi, rétt eins og það væri grundvöllur alþjóðlegrar verndar. Ég segi það enn og aftur – þú skáldar ekki þennan skít.“

Til þess fallið að kynda undir fordómum

Eva segir að þarna hljóti að vera um að ræða skammarlegt þekkingarleysi hjá Helga eða einbeittan vilja „embættismanns til að afvegaleiða almenning.“

Telur Eva að færsla Helga sé til þess fallin að valda misskilningi og kynda undir fordómum.

Minnir Eva á að dvalarleyfi geti verið veitt á allskonar forsendum. Forsendum á borð við skort á starfsfólki. Þegar komi að hælisleitendum sé verið að veita vernd til einstaklinga sem eigi ekki raunhæfan kost á að njóta mannréttinda í sínu heimalandi.

Íslandi beri skylda til að veita ríkisfangslausum og ríkisborgurum annarra landa vernd þegar þeirra eigin ríki bregðast skyldu sinni til að tryggja mannréttindi. Því beri stjórnvöldum að rannsaka mál hælisleitenda vel áður en sú íþyngjandi ákvörðun er tekin um að neita þeim um hæli.

Fólk sem í örvæntingu flýr samfélög sín

Eva rekur að staðan sé sú að hinsegin fólk búi stundum erlendis við svo slaka mannréttindavernd að það gæti hreinlega kostað þau lífið ef upp um kynhneigð þeirra kemst. Í sumum ríkjum gæti það jafnvel ógnað frelsi þeirra.

„Rétti hinsegin fólks til að lifa með reisn er svo illa framfylgt að fáum dettur einu sinni í hug að sækja um alþjóðlega vernd á þeirri forsendu einni að stjórnvöld í heimaríkjum þess hafi vanrækt að sporna gegn því að kynhegðun þess sé notuð sem réttlæting fyrir mismunun og niðurlægingu.“

Bæta úr skorti á bjánakeppum í áhrifa- og valdastöðum

Eva telur að Helgi viti þetta allt en leyfi sér engu að siður að tala af virðingarleysi um „fólk sem í örvæntingu flýr samfélög sín og allt það sem það þekkir í von um tækifæri til að lifa við öryggi og frelsi.“

„Hann hagar orðum sínum þannig að ætla mætti að maðurinn sem um er fjallað í fréttinni sem hann deilir hafi vísvitandi gefið rangar upplýsingar og það þótt dómstóll hafi komist að annarri niðurstöðu. Þannig ræðst embættismaðurinn gegn mannorði einstaklings. Hann fullyrðir að auðvitað ljúgi „þeir“ og gefur þannig sterklega í skyn að almennt megi ætla að flóttafólk ljúgi til um aðstæður sínar.“

Eva telur að Helgi hafi með færslu sinni gerst sekur um ærumeiðingar í garð hælisleitandans. Eins megi líta á ummæli Helga sem rógburð gegn minnihlutahópi, jafnvel hatursorðræðu. Eins veki færslan upp spurningar um hæfni Helga til að gegna embætti sínu.

„Spurningin um það hvort skortur sé á hommum á Íslandi er jafn hálfvitaleg og spurningin um það hvort nokkur skortur sé á bjánum hjá embætti ríkissaksóknara. Tilgangurinn með því að veita hinsegin fólki alþjóðlega vernd er ekki sá að bæta úr hommaskorti á íslenskri grund. Ekki frekar en tilgangurinn með því að hafa Helga Magnús Gunnarsson á launum hjá ríkinu sé sá að bæta úr skorti á bjánakeppum í áhrifa- og valdastöðum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vigfús Bjarni veiktist alvarlega og lá á gjörgæslu í tvær vikur – „Ég var farinn að berjast fyrir lífi mínu“

Vigfús Bjarni veiktist alvarlega og lá á gjörgæslu í tvær vikur – „Ég var farinn að berjast fyrir lífi mínu“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Í gær

Efnaslys átti sér stað í Reykjanesbæ í dag

Efnaslys átti sér stað í Reykjanesbæ í dag
Fréttir
Í gær

Stefán Einar og sonur hans sluppu með skrekkinn eftir ógnvekjandi lífsreynslu í Urriðaholti – Varar við stórhættulegum aðstæðum

Stefán Einar og sonur hans sluppu með skrekkinn eftir ógnvekjandi lífsreynslu í Urriðaholti – Varar við stórhættulegum aðstæðum
Fréttir
Í gær

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“

María Rut skammar fyrri ríkisstjórn – „Ákvörðunin þegar haft í för með sér afbókanir og fjárhagslegt tjón“
Fréttir
Í gær

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra