fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

WHO varar við miklum kórónuveiruvanda í haust

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 05:57

Það eru til margar veirur, mishættulegar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO sendi á þriðjudaginn frá sér aðvörun um að haustið og veturinn verði erfið hvað varðar heimsfaraldur kórónuveirunnar.

Aðvörunin var send út vegna þess að smitum hefur fjölgað mikið og vegna þess að bæði almenningur og stjórnvöld eru ekki eins vakandi fyrir faraldrinum og áður.

Hans Kluge, svæðisstjóri WHO í Evrópu, sagði það skipta öllu máli að brugðist verði hratt við í ríkjum álfunnar til að lagfæra „göt“ í eftirlitinu með faraldrinum. Það þurfi skjótar aðgerðir til að koma í veg fyrir dauðsföll.

Hann sagði að boðskapur hans til ríkisstjórna og heilbrigðisyfirvalda sé að grípa þurfi til aðgerða núna til að undirbúa sig fyrir næstu mánuði.

Hann benti á að á suðurhveli jarðar sé nú vetur. Þar herji inflúensa af miklum krafti og hún og kórónuveiran valdi miklu álagi á heilbrigðiskerfið. „Við munum líklega sjá svipaða stöðu á norðurhvelinu þegar kemur fram á haust og við mjökumst inn í veturinn. Ef heilbrigðisyfirvöld grípa til aðgerða núna geta þau dregið úr væntanlegum truflunum í samfélaginu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík

Ný sprunga búin að opnast nær Grindavík
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rýming í Bláa lóninu gekk vel

Rýming í Bláa lóninu gekk vel