fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Fréttir

Tími kominn til að endurhugsa refsingar í kynferðisbrotamálum – „Þú getur greinilega ekki notað internetið lille ven“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málsmeðferð kynferðisbrota hjá lögreglunni á Íslandi sem og í dómskerfinu hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið ár. Ber þar einkum á gagnrýni á þann gífurlega tíma sem það tekur að rannsaka málin, í hversu fáum málum er ákært og hvernig sönnunarmat fyrir dómi getur stundum litið út fyrir að einkennast af gerendameðvirkni.

Baráttuhópurinn Öfgar heldur úti hlaðvarpinu Út í Öfgar og í nýjasta þættinum fengu þær til sín þær Bylgju Hrönn Baldursdóttur, lögreglufulltrúa í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Maríu Rún Bjarnadóttur, verkefnastjóra gegn stafrænu ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra.

Í þættinum var farið yfir málsmeðferð kynferðisbrota frá kæru til niðurstöðu og þá gagnrýni sem það ferli hefur hlotið undanfarin misseri.

Tími til að endurhugsa refsingar

Meðal þeirrar gagnrýni sem var tekin fyrir var sú að gerendur sem hafa hlotið dóm, jafnvel fyrir alvarleg kynferðis- og ofbeldisbrot gegn konum gangi lausir á meðan þeir bíða eftir að komast í afplánun. Á þeim tíma séu þeir frjálsir ferða sinna og geti til að mynda skellt sér erlendis í skemmtiferðir.

Þær María og Bylgja bentu á að staðan hér á landi sé sú að fangelsispláss séu að skornum skammti og því geti tekið tíma að finna dæmdum mönnum pláss til að sitja af sér refsingu sína.

María velti upp þeirri hugmynd að mögulega væri hægt að endurhugsa hvernig refsingu kynferðisbrotamenn fá. Nefndi hún þá sem dæmi Bretland þar sem gætir nokkurrar fjölbreytni í refsingum.

Nefnir hún sem dæmi mál lögmanns í Bretlandi.

„[lögmaðurinn] stundaði þetta að fara í neðanjarðarlestina og setja síma sinn undir pilsið hjá konum og taka mynd.“

Maðurinn hafi verið sakfelldur fyrir brot sín og hluti refsingar hans fólst í því að hann má ekki nýta sér neðanjarðarlestina nema í fylgd með félagsráðgjafa.

Önnur úrræði væru til dæmis að banna gerendum að nota símtæki eða Internetið.

„Þú getur greinilega ekki notað internetið lille ven“

Þar með væri hægt að koma í veg fyrir frekari brot – ef áðurnefnd tæki voru hvernig gerandinn braut gegn þolendum sínum – og líklega myndi sú refsing gagnast betur heldur en að sá sami gerandi væri dæmdur í þriggja ára skilorðs. Það kæmi svo í hlut sveitarfélaganna og félagsþjónustunnar að hafa eftirliti með að dæmdir menn virði slík bönn.

„Ég held að það sé alveg kominn tími til að huga þetta upp á nýtt.“

Játning ekki sama og játning

Varðandi sönnunargögn í kynferðisbrotamálum og sönnunarmat bendir Bylgja á að það skipti miklu máli að brot séu tilkynnt lögreglu eins fljótt og auðið er því þá skapist færi á að afla sönnunargagna á meðan þau eru enn „fersk“ og eins sé minni málsaðila að sama bragði „ferskara“.

María bætir við að rannsóknir hafi sýnt að því fyrr sem mál koma inn á borð lögreglu því betri líkur séu á að ná fram sakfellingu.

Talið barst einnig að játningum meintra gerenda sem dómarar hafa litið framhjá við sönnunarmat. Þá til dæmis játningar sem hafa borist þolandanum frá meintum gerandi í gegnum rafræn samskipti.

María bendir á að það sé eðlismunur á slíkri játningu og svo á játningu sem á sér stað í yfirheyrslu hjá lögreglu eða fyrir dómi. Sá munur sé fólginn í því að annars vegar sé um að ræða skilaboð sem meintur gerandi sendir á þolanda án þess að hann geri sér grein fyrir að sú játning verði notuð sem gagn í sakamáli.

Við játningu hjá lögreglu eða fyrir dómi sé búið að kynna aðila réttindi hans og um hvað málið snýst.

Eins geti skipt máli hvort að brotaþoli lagði játninguna sjálfur fram hjá lögreglu eða hvort að lögregla sótti hana sjálf úr tæki þolanda.

Við meðferð sakamála sé undirliggjandi það sjónarmið að það sé betra að sekur aðili gangi laus heldur en að saklaus sitji inni. Lögreglan afli sönnunargagnanna og þau eru svo metin af ákæruvaldinu sem svo gefur út ákæru og svo aftur af dómara sem ákveður hvort að sýknað eða sakfellt  verður.

Langur málsmeðferðartími óásættanlegur

Málið vék einnig að þeim langa tíma sem það tekur að rannsaka mál. María og Bylgja voru sammála um að það væri óásættanleg töf sem verður á slíkum málum en vonandi sé að rætast úr því. Nýju fjármagni hafi verið veitt til rannsókna slíkra mála á nokkrum mikilvægum stigum og standa vonir til að það muni stytta málsmeðferðina.

Hingað til hafi miklar tafir orðið vegna manneklu sem hafi valdið því að mál færist stöðugt neðar í bunkann þar sem ný mál streymi inn.

„[lögreglan þarf að] Forgangsraða málum ofan á forgangsröðuð mál sem eru ofan á forgangsröðuðum málið. Það er bara þannig.“

Bylgja lýsir því svo að hún sé varla búin að komast inn í nýtt mál þegar enn nýrra er komið inn á borð til hennar sem þarf að fara strax í.

„Maður er bara svolítið eins og hamstur á hjóli og maður bara hleypur og hleypur“ 

Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni: 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir

Fleiri Íslendingar hlynntir aðild að ESB en andvígir
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“

Tengdamömmunni misboðið: „Ég vil helst að hún standi í pontu Alþing­is og biðji mig afsökunar þar“
Fréttir
Í gær

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb

Upplifði martröð eftir að hafa leigt húsið út á Airbnb
Fréttir
Í gær

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“
Fréttir
Í gær

Trump fór í mál en var dæmdur til að greiða 110 milljónir

Trump fór í mál en var dæmdur til að greiða 110 milljónir
Fréttir
Í gær

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar

Bændur fá stuðning eftir kuldakastið síðasta sumar