fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Segir að Pútín hafi farið til Íran til að tryggja sér samastað ef hann neyðist til að flýja land

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 08:00

Pútín og Ebrahim Raisi forseti Íran. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn fór Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, til Íran þar sem hann ræddi við þarlenda ráðamenn og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Ýmis mál voru rædd og Rússar og Íranar styrktu samband sitt en bæði ríkin eiga það sameiginlegt að vera andstæðingar Bandaríkjanna.

En það gæti meira hafi búið að baki ferðinni en bara að ræða stjórnmál og viðskipti við Írana. Það er að minnsta kosti mat Abbas Gallyamov, fyrrum ræðuritara Pútíns, sem nú býr erlendis. Hann segir að miðað við hvernig ferðina bar að megi ráða að Pútín hafi hugsanlega rætt við íranska ráðamenn um að hann fái hæli þar ásamt fjölskyldu sinni og nánustu bandamönnum ef hann neyðist til að flýja land vegna óróa og uppreisnar.

Mirror skýrir frá þessu og hefur eftir Gallyamo að þegar lesið sé í ferð Pútíns til Íran sé rétt að hafa í huga að Íran sé langbesta landið fyrir hann til að flýja til ef aðstæður í Rússlandi neyða hann til að flýja land. Hann sagði að Pútín væri mjög varkár maður og hugsi út í alla möguleika. „Íran á alla möguleika á að verða það fyrir rússnesku elítuna sem Argentína var fyrir nasista,“ sagði hann.

„Það er rétt að írönsku klerkarnir gætu krafist þess að Pútín og félagar hans snúist til íslamskrar trúar en er það vandamál fyrir sanna rússneska föðurlandsvini? Eftir allt þá er aðalatriði í þeirra huga ekki lýðræði og heldur ekki mannréttindi,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú