fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

CIA segir að 15.000 Rússar hafi fallið í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2022 06:59

Lík rússneskra hermanna sem féllu í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa 15.000 rússneskir hermenn fallið og 45.000 hafa særst. Þetta sagði William Burns, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, í nótt. Hann sagði einnig að Úkraínumenn hafi orðið fyrir miklu manntjóni.

Orð Burns féllu á ráðstefnu um öryggismál í Aspen í Colorado í Bandaríkjunum. Nú eru tæplega fimm mánuðir síðan Rússar réðust á Úkraínu. Á þeim tíma hefur þeim tekist að ná um fimmtungi landsins á sitt vald en það hefur verið dýru verði keypt að sögn Burns. „Síðasta mat bandarísku leyniþjónustunnar er að um 15.000 rússneskir hermenn hafi fallið og að hugsanlega hafi þrefalt fleiri særst. Svo þetta er mikið tjón,“ sagði hann.

Hvað varðar Úkraínumenn sagði hann: „Og Úkraínumenn hafa einnig orðið fyrir miklu tjóni, líklega aðeins minna. En samt sem áður mikið tjón.“

Rússnesk yfirvöld flokka upplýsingar um mannfall hersins sem ríkisleyndarmál og hafa ekki birt tölur um það síðan 25. mars  en þá sögðu þau að 1.351 rússneskur hermaður hefði fallið frá upphafi innrásarinnar.

Í júní skýrði úkraínska ríkisstjórnin frá því að 100 til 200 úkraínskir hermenn biðu bana daglega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi