Bubbi Morthens birti færslu á samfélagsmiðlinum Twitter í gær þar sem hann sagði að „auðveldasta leiðin til að beita aðra ofbeldi væri á Twitter.“ Þetta féll vægast sagt í grýttan jarðveg hjá nokkrum netverjum sem tjáðu sig um málið og ýjuðu að því að um grunna greiningu á ofbeldissamskiptum væri að ræða.
Auðveldasta leiðin til að beita aðra ofbeldi er hér á tvitter 😩
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) July 20, 2022
Jafet Sigurfinnsson var einn af þeim sem voru ósammála færslu Bubba. Hann minnti netverja á að Bubbi sjálfur hefur verið staðinn að óheilbrigðum samskiptum, meðal annars við samstarfsfólk. Jafet segir að „auðveldasta leiðin til að beita aðra ofbeldi sé á stöðum þar sem er valdaójafnvægi milli geranda og þolanda,“ og með fylgir mynd af fyrirsögn Vísis sem fjallaði um meint ofbeldissamskipti Bubba og Þórunnar Antóníu þegar þau unnu saman að sjónvarpsþættinum Ísland got talent.
Nei, það er auðveldast að beita aðra ofbeldi og komast upp með það á stöðum þar sem er valdaójafnvægi milli geranda og þolanda, eins og til dæmis á vinnustaðnum. Hér er gott dæmi: https://t.co/giWoXTGKiu pic.twitter.com/GtMePkc7TZ
— Jafet ⚡️ Þigfinnsson (@jafetsigfinns) July 21, 2022
Áhrifavaldurinn Kara Kristel fann sig einnig knúna til að tjá sig. Kara sagði Bubba að sem einstaklingur sem hefur bæði upplifað ofbeldi í gegnum netið og í raunheimum af ýmsu tagi í gegnum árin þá sé munur á þessu tvennu. Til dæmis geti fólk ekki einfaldlega „loggað sig út“ þegar um ofbeldi í raunheimum er að ræða.
Ég sem manneskja sem hefur sl 5 árin fengið ítrekað “ofbeldi” í gegnum netið á alla mögulega vegu- og sem manneskja sem hefur verið í ofbeldissambandi, nauðgað, byrlað og barin- get staðfest það að þú getur ekkert “log out” í raunverulegum ofbeldisaðstæðum hahaha jesus https://t.co/5e7F9E6MhU
— Kara Kristel (@karafknkristel) July 21, 2022
Heiðar Ríkharðsson, grunnskólakennari, kom einnig skoðun sinni á framfæri en hann nýtti tækifærið til að fræða Bubba um eðli ofbeldissamskipta.
Geturðu komið þessum upplýsingum til byrlara, yfirmanna sem nýta sér valdastöðu, eldri gaura sem plata grunn- og framhaldsskólastelpur í heimsókn, ríkra sem níðast á fátækum og bara allra sem þegar telja sig hafa fundið auðveldustu leiðina🙏🏻 https://t.co/jGV4QvLdHS
— Heiðar X Blómabarn🌻🌸🦋 (@heidarkness) July 20, 2022
Fleiri netverjar lögðu orð í belg og kallaði ein kona Bubba til að mynda „gerendameðvirkan rudda sem kemst áfram á fake einlægni, gamalli frægð og feðraveldinu.“
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir, stjórnarkona í Öfgum, gagnrýndi einnig Bubba. Tanja sagði að Bubbi væri einn af þeim sem þykir svo óþæginlegt að það sé sagt upphátt að ofbeldismenn séu ofbeldismenn að hann sakar frekar fólkið sem stendur með þolendum um ofbeldi. „Frekar en að fá gerendur til að axla ábyrgð á ofbeldinu.“
Þó voru ekki allir netverjar á móti Bubba en einhverjir tóku undir með honum. Þeir sem standa með skoðun Bubba sögðu meðal annars að þetta væri „vel mælt“ hjá honum. „Því miður er tæknin ekki alltaf til góðs en við lærum,“ sagði svo til dæmis einn netverji á meðan annar kallaði Twitter „eitraðasta stað landsins.“