fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Vopnað rán í Reykjavík í morgun – Einn fluttur á bráðamóttöku með stungusár

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglu barst í morgun tilkynning um vopnað rán í Reykjavík. Þar höfðu tveir aðilar heimtað fíkniefni af tveimur öðrum aðilum. Urðu þar átök sem enduðu með því að annar sá er átti að ræna hlaut stungusár á handlegg. Lögregla hefur handtekið árásaraðila og eru þeir vistaðir í fangageymslu vegna málsins. Hinn slasaði var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Þetta kom fram í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að skömmu fyrir hádegi var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar voru á ferðinni tveir aðilar í annarlegu ástandi og dró annar þeirra upp hníf þegar að þeim var komið. Húsráðendur náðu að yfirbuga manninn áður en lögregla kom á vettvang og gista nú báðar „boðflennurnar“, eins og það er orðað í tilkynningu lögreglu, í fangageymslu og verða yfirheyrðir þegar þeir verða skýrsluhæfir.

Lögreglu barst einnig tilkynning um sofandi aðila á stigagangi í fjölbýlishúsi. Brást lögregla við og vísaði viðkomandi út í sólskinið.

Tveir aðilar voru stöðvaðir í morgun við akstur undir áhrifum og reyndist annar þeirra hafa verið sviptur ökuréttindum.

Eldur kom upp í vinnuvél við Úlfarsfell og náði eldurinn að breiðast út í minnst eina bifreið. Ekki leit þetta vel út í fyrstu þar sem mikill eldur logaði og sprengingar urðu. Slökkvilið náði þó fljótlega að ráða niðurlögum eldsins og unnið er að rannsókn á eldsupptökum.

Uppfært: Upprunalega birtist fréttin með óheppilegri innsláttarvillu í fyrirsögn, en þar stóð vopnað ráð. Þetta hefur verið leiðrétt og biðst blaðamaður velvirðingar. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“