Einn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók frá verslun í Háaleitis- og Bústaðhverfi heim til sín í Laugarneshverfi áður en hann stöðvaði. Hann var einnig kærður fyrir vörslu fíkniefna og fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.
Einn hinna ölvuðu ökumanna var staðinn að ítrekuðum akstri án gildra ökuréttinda.
Þessu til viðbótar gerði lögreglan fimm ökumönnum að hætta akstri en mælitæki sýndu að þeir höfðu neytt áfengis en voru undir refsimörkum.
Tilkynnt var um mikla brunalykt í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þriðja tímanum í nótt. Þar reyndist íbúi einn vera að brenna garðúrgangi í garðinum sínum. Reykurinn vakti ekki mikla lukku hjá öðrum íbúum í hverfinu. Viðkomandi ætlaði að slökkva eldinn og finna aðrar aðferðir til að losa sig við garðúrganginn.