Þetta er mat bandarískra leyniþjónstustofnana að sögn Sky News. Fram kemur að Rússar ætli einnig að neyða íbúa á herteknum svæðum til að sækja um rússneskan ríkisborgararétt og rússneska rúblan verður gerð að gjaldmiðli.
John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagði í gær að bandarísk yfirvöld hafi upplýsingar um að Rússar séu að vinna undirbúningsvinnu að innlimun hertekinna rússneskra landsvæða í Rússland, svipað og þeir gerðu við Krím 2014. Alþjóðasamfélagið telur þá innlimun vera ólöglega.
Kirby sakaði Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, um að hafa dustað rykið af áætlunum frá 2014.
Hann sagði einnig að bandarísk yfirvöld muni tilkynna um nýja vopnasendingu til Úkraínu á næstu dögum. Reiknað er með að í þeirri sendingu verði enn fleiri HIMARS flugskeytakerfi en þau hafa komið að góðu gagni og valdið Rússum miklu tjóni.