fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Rússar ráðast á tölvukerfi NATÓ-ríkja

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 07:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tölvuþrjótar, sem eru taldir vera á mála hjá rússnesku leyniþjónustunni SVR, beina nú spjótum sínum að aðildarríkjum NATÓ. Þetta er sami hópur tölvuþrjóta og stóð á bak við SolarWinds tölvuárásina fyrir tveimur árum en þá kom SVR einnig að málum.

Sky News skýrir frá þessu og segir að þrjótarnir noti netþjónustur á borð við Google Drive og Dropbox til að forðast að eftir þeim sé tekið.

Meðal tilrauna þeirra til að komast inn í tölvukerfi NATÓ-ríkja var að í maí og júní sendu þeir tölvupósta með dagskrá fyrir fyrirhugaðan fund sendiherra. Þessir póstar voru sendir til fjölda fulltrúa vestrænna ríkja sem og fulltrúa hjá NATÓ.

Talsmaður Dropbox sagðist í samtali við Sky News geta staðfest að fyrirtækið hafi unnið með samstarfsaðilum og rannsakendum að þessu máli og hafi lokað aðgöngum, þessu tengdu, samstundis.

Palo Alto, sem er netöryggisfyrirtæki, telur að þrjótarnir séu hluti af sömu samtökum og stóðu fyrir SolarWinds árásinni 2020 en með henni náðu rússneskir njósnarar að fá aðgang að tölvukerfum að minnsta kosti níu bandarískra stofnana.

Ástæðan fyrir að upp komst um þessa árás Rússa var að þeir ákváðu einnig að stela ákveðnum hugbúnaði frá bandaríska netöryggisfyrirtækinu Mandiant. Bandarísk stjórnvöld brugðust við með því að grípa til refsiaðgerða gegn rússneskum embættismönnum en rússnesk stjórnvöld neituðu að vita nokkuð um málið.

Brad Smith, þáverandi stjórnarformaður Microsoft, sagði SolarWinds árásina hafa verið „stærstu og best útfærðu netárásina sem heimurinn hefði séð til þessa“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá