Mýrarboltamótið hafði farið fram um verslunarmannahelgina á Vestfjörðum ár hvert síðan árið 2003 þar til árið 2020 bar að garði. Þá var mótinu aflýst vegna Covid-19 faraldursins og var sömu sögu að segja árið eftir. Í ár bjuggust án efa flest við að mótið yrði haldið.
Það verður þó ekki af því þar sem búið er að fresta mótinu í ár, þetta er því þriðja árið í röð sem það gerist. Það er mbl.is sem greinir frá þessu en skipuleggjendur mótsins sögðu í samtali við miðilinn að Covid-19 faraldurinn væri ástæðan fyrir því að mótinu hefur verið aflýst í ár.
Síðustu tvö ár hefur mótinu, sem og öðrum útihátíðum um verslunarmannahelgina, verið frestað þar sem slíkar samkomur voru í raun bannaðar en það er ekki sama staða á teningnum í ár þar sem engar samkomutakmarkanir eru í gildi. Óvíst er hvort aðrar skemmtanir um verslunarmannahelgina ákveði að fylgja fordæmi Vestfirðinga.