fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Dularfullir atburðir í úkraínsku kjarnorkuveri – Rússnesku hermennirnir hlupu um viti sínu fjær af skelfingu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 06:04

Zaporizjzja kjarnorkuverið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir hermenn hafa verið drepnir og aðrir hafa særst í „óútskýrðum atvikum“ í Zaporizhzhia kjarnorkuverinu í Úkraínu en Rússar eru með það á sínu valdi.

Rússar hafa geymt vopn, þar á meðal flugskeyti, í kjarnorkuverinu. Dmytro Orlov, bæjarstjóri í Enerhodar þar sem kjarnorkuverið er, sagði að hermennirnir hafi „verið svo hræddir að þeir hafi hlaupið um skelfingu lostnir“.

Ekki er vitað hvað gerðist en upplýsingar hafa borist um að ótilgreindur fjöldi hermanna hafi látist og enn aðrir hafi særst og verið lagðir inn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Daily Mail skýrir frá þessu.

Petro Kotin, forstjóri Energoatom  sem er kjarnorkumálastofnun Úkraínu, varaði við því á föstudaginn að staðan í kjarnorkuverinu væri „spennuþrungin“ en um 500 rússneskir hermenn eru staðsettir þar.  Hann sagði að hernámsliðið hefði komið vopnum og tækjabúnaði fyrir í kjarnorkuverinu, þar á meðal flugskeytakerfi sem þeir notuðu til árása á skotmörk við Dnipro og Nikopol.

Daily Mail segir að samkvæmt því sem Orlov hafi sagt hafi níu hermenn verið fluttir á sjúkrahús, mismikið særðir. Einn hafi verið mjög alvarlega særður og hafi verið lagður inn á gjörgæsludeild. „Einhverjir dóu en við getum ekki sagt til um nákvæman fjölda á þessari stundu,“ sagði hann.

„Þeir voru svo hræddir að þeir hlupu um svæði kjarnorkuversins skelfingu lostnir og komu lengi vel í veg fyrir að vaktaskipti starfsmanna gætu farið fram,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít