fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Segir að 50.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 06:59

Úkraínskir hermenn taka hergögn af föllnum rússneskum hermanni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa misst rúmlega 30% af bardagagetu landhers síns í stríðinu í Úkraínu. Þetta sagði Sir Tony Radakin, yfirmaður breska hersins, í Sunday Morning show á BBC One á sunnudaginn.

The Guardian segir að vegna þessa telji úkraínski herinn „algjörlega“ öruggt að hann muni sigra í stríðinu.

Radakin sagði alveg ljóst að Úkraínumenn hafi í hyggju að endurheimta allt land sitt og þeir sjái að Rússar eru í vandræðum. „Við teljum að Rússar hafi misst rúmlega 30% af bardagagetu landhers síns,“ sagði hann.

„Það þýðir í raun að 50.000 rússneskir hermenn hafa annað hvort fallið eða særst í stríðinu, tæplega 1.700 rússneskum skriðdrekum hefur verið grandað, tæplega 4.000 brynvörðum rússneskum ökutækjum hefur verið grandað,“ sagði hann.

„Rússar hófu þessa innrás með það að markmiði að leggja alla Úkraínu undir sig, Rússar höfðu það að markmiði að taka borgirnar á fyrstu 30 dögunum, Rússar höfðu að markmiði að skapa sundrung og setja þrýsting á NATÓ – þannig er Rússland áskorun við heimsskipulagið. Rússum hefur mistekist þetta allt,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður

Skotárásin á Trump – Skotmaðurinn tvítugur flokksmaður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum