fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Neytendastofa slær á puttana á N1 rafmagni – Mega ekki auglýsa ódýrasta rafmagnið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa birti í dag úrskurð þar sem N1 rafmagni er bannað að viðhafa tiltekna viðskiptahætti. Annars vegar er fyrirtækið áminnt fyrir að hafa ekki birt verðupplýsingar fyrir svokallaða þrautavaraleið, sem ætluð er neytendum sem velja sér ekki raforkusala. Hins vegar var fundið að því að N1 rafmagn auglýsi að fyrirtækið bjóði upp á ódýrasta rafmagnið þegar staðreyndin er sú að annar aðili á markaðnum býður upp á sama verð.

Neytendastofa birtir ítarlegan úrskurð um málið. Í svörum sínum við athugasemdum Neytendastofu sagði N1 rafmagn að félaginu væri ekki skylt að greina frá viðskiptum keppinautar og bæri því ekki skylda til að greina frá því að annar aðili byði upp á sama verð. Verðið hjá N1 rafmagni væri sannanlega það lægsta á markaðnum. Neytendastofa hafnaði þessum röksemdum.

Þrautavaraleið er ætluð þeim viðskiptavinum sem hafa ekki valið sér raforkusala. N1 rafmagn taldi sig ekki þurfa að birta verðupplýsingar fyrir þrautavaraleið en birti verð fyrir þá viðskiptavini sem eru á föstum samningi enda sé rafmagn sem þeim er veitt keypt í gegnum langtímasamninga. Neytendastofa ítrekaði að fyrirtækinu bæri að birta verðupplýsingar til viðskiptavina í þrautavaraleið líka í markaðsefni sínu.

Niðurstaða Neytendastofu er að N1 rafmagn ehf. hafi brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga með því að birta ekki verð fyrir þrautavaraleið og sömuleiðis með því að birta fullyrðinguna „ódýrasta rafmagnið“ í markaðsefni sínu.

Sjá nánar á vef Neytendastofu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað

Sauð upp úr í Mosfellsbæ: Réðst á barn sem var með læti á veitingastað
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Seldi íbúð en þarf að endurgreiða hluta söluverðsins vegna galla

Seldi íbúð en þarf að endurgreiða hluta söluverðsins vegna galla
Fréttir
Í gær

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Í gær

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn