fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Endursmitum fjölgar og Covid engan veginn búið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 21:20

Þórólfur Guðnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Fréttavaktina á Hringbraut í kvöld að hlutfall endursmita í greindum Covid-smitum dagsdaglega færi stundum upp í 20%. Segir hann endursmit langalgengust hjá þeim sem smituðust fyrst af Covid árið 2020 eða 2021.

Þórólfur sagði að Covid væri engan veginn búið og væri að valda nokkrum usla á sjúkrastofnunum. Um 30 sjúklingar væru í dag inniliggjandi á Landspítalanum með Covid eða vegna Covid. Tveir væru í gjörgæslu. Fólk væri einnig að leggjast inn á aðrar sjúkrastofnanir vítt og breitt um landið vegna veirunnar.

Þórólfur segir að BA.5 undirafbrigði Omikron-afbrigðisins væri miklu meira smitandi en öll önnur afbrigði sem hefðu komið fram.

Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort reglulegar bólusetningar gegn veirunni verði í framtíðinni en flest ríki hugi að því að bjóða fólki, 60 ára og eldri, upp á bólusetningu í haust.

Þórólfur segir að nýju afbrigðin víki sér frekar undan verndinni af bólusetningum og sýkingum en eldri afbrigði veirunnar. Útbreiddar bólusetningar og útbreidd smit í samfélaginu séu samt að gera mikið gagn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins