fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Kókaínsmygl til Íslands endaði með uppskurði og dómi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt portúgalskan ríkisborgara, Danny Javier De Jesus Duarte, í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að smygla um 334 grömmum af kókaíni til landsins. Refsingin er skilorðsbundin til tveggja ára en hinn seki þurfti að greiða lögmanni sínum um 1,2 milljónir króna í málsvarnarþóknun og um 300 þúsund krónur í annan sakarkostnað.

Í dómsorði kemur fram að Danny Javier hafi verið farþegi í flugi Finnair frá Helsinki til Keflavíkur þann 12. apríl síðastliðinn. Hann var handtekinn við komuna til landsins vegna gruns um fíkniefnasmygl og tveimur dögum síðar, þann 14. apríl, voru rúm 334 grömm af kókaíni fjarlægð úr líkama hans með skurðaðgerð á Landsspítalanum en efnin voru að meðaltali með 69-72% styrkleika, sem samsvarar 77-81% af kókaínklóríði. Þá kemur fram að pakkning hafi rofnað í líkama hans sem gerði það verkum að Danny Javier veiktist alvarlega.

Ekki kemur fram hvort það hafi átt sér stað í fluginu sjálfu eða þegar beðið var eftir að efnin skiluðu sér með náttúrulegum hætti.

Hann játaði skýlaust brot sín og í dómnum kemur fram að hann hafi verið afar samvinnufús við lögreglu vegna málsins. Gögn málsins þóttu benda til þess að hann hafi ekki komið að skipulagningu eða fjármögnun innflutningsins heldur hafi hlutverk hans einskorðast við að vera svokallað burðardýr.

Danny Javier hefur sætt farbanni hérlendis frá því að málið kom upp. Er sérstaklega fjallað um það í dómnum að farbannið komi ekki til frádráttar frá refsingunni, öfugt við gæsluvarðhald, enda gat hinn dæmdi um frjáls höfuð strokið hérlendis á meðan hann beið dóms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“