fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Skilnaðardrama í Héraðsdómi – Þarf að endurgreiða félagi fyrrverandi eiginkonu sinnar um 20 milljónir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. júlí 2022 11:38

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness um að maður skuli endugreiða fyrirtæki í eigu fyrrverandi eiginkonu sinnar tæplega 20 milljónir króna.

Í dómnum kemur fram að parið hafi gift sig árið 2004 en hafi svo skilið árið 2020 en um svipað leyti hófust inniheimtuaðgerðir fyrirtækisins á hendur manninum. Fjárslit á milli hjónanna fyrrverandi sæta nú opinberum skiptum.

Í dómnum kemur fram að fyrirtækið hafi verið stofnað árið 2009 og fólst starfsemi þess til að byrja með eingöngu um vef- og smásölu skartgripa og annarrar lífstílsvöru. Síðar bættist við vefsala á plaströrum, samskeytum og millistykkjum en það var í höndum eiginmannsins fyrrverandi.

Félagið var í eigu eiginkonunnar en hún var framkvæmdastjóri þess, prókúruhafi og stjórnarmaður en hinn stefndi var í varstjórn fyrirtækisins.

Var ekki að stressa sig því launagreiðandinn var eiginkonan

Í dómnum kemur fram að fyrirtækið hafi millifært fjölmargar litlar færslur inn á reikning mannsins á þriggja ára tímabili.  Alls tæplega 8 milljónir árið 2018, 10,4 milljónir árið 2019 og 5,6 milljónir árið 2020 eða um 24 milljónir króna í heildina. Var það krafa fyrirtækisins að um 20 milljónir af þessum fjármunum yrði endugreiddar á grundvelli þess að um lán hefði verið ræða en fjórar milljónir hafi verið vegna launa til eiginmannsins fyrrverandi.

Maðurinn vísaði því á bug að um lán væri að ræða heldur vildi hann meina að þetta greiðslur fyrir vinnuframlag sitt og endurgreiðslur á útlögðum kostnaði. Til vara sakaði hann fyrirtækið og þar með fyrrverandi eiginkonu sína um tómlæti við innheimtu skuldanna.

Samkomulag milli þeirra hafi verið við hendi en var launagreiðandinn eiginkona hans og því hafi honum fundist lítið mál að launagreiðslurnar væru fljótandi.

Þá benti hann á að mágur sinn hafði séð um skil á ársreikningum fyrirtækisins og hjónanna og þá hafi aldrei verið gerð athugasemd eða krafa um endurgreiðslu á þessum fjármunum.

Héraðsdómarinn Hulda Árnadóttir féllst ekki á þessar röksemdir hins stefnda og réð þar miklu að færslurnar höfðu verið færðar sem skuld á viðskiptamannareikning eiginmannsins við fyrirtækið. Bókhald fyrirtækisins hafi að mestu leyti verið fært samkvæmt fyrirmælum hjá honum og því hefði hann sjálfur borið ábyrgð á því að færa skuldina sem laun ef það hafi verið ætlunin.

Hér má kynna sér dóminn nánar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hinsegin fólk í Bandaríkjunum leitar til Íslands eftir að Trump tók við völdum

Hinsegin fólk í Bandaríkjunum leitar til Íslands eftir að Trump tók við völdum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015