fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Túristahópur ruddist inn í hús á Suðurlandi, brenndi niður dýrmætan eldivið og skildi eftir saur og skítugan klósettpappír á lóðinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigandi eyðibýlis undir Eyjafjöllum varð fyrir ömurlegri innrás erlends ferðahóps um helgina. Í kveðju sem hópurinn skildi eftir segir að þau hafi verið í fjallgöngu allan daginn og það hafi verið orðið kalt. Þess vegna hafi þau notað dálítinn við sem þau fundu fyrir utan húsið til að orna sér.

Eigandinn, Atli Pálsson, segir hins vegar í Facebook-færslu sem hann birti sem svar við þessari orðsendingu, að þau hafi brennt niður „dýrmætan sögulegan við“ sem hann hafi vonast til að geta notað til að halda sál hússins lifandi. Þau hafi notað þetta gamla hús eins og salerni, en þessir óboðnu gestir munu hafa gengið örna sinna í skemmu á lóðinni. Þau hafi skilið eftir logandi timbur sem þau höfðu sótt inn í skemmuna í leyfisleysi. Einnig hafi þau skilið eftir saur, skítugan klósettpappír og dömubindi í grasinu þar sem börnin hans séu vön að leika sér.

Hann segist vonast til að þessi skilaboð leiði til þess að fólkið bæti sig. Ef þau geri það ekki leggur hann til að þau fari úr landinu og komi aldrei aftur.

Færsla Atla, á ensku, er eftirfarandi:

„Dear travelgroup

Thank you for your unwelcome visit to our property. As you adressed the note you left to „owner“, you obviously understood that you were at someones property and your behaviour was intentional. Thank you for burning the historic pieces of wood we had salvaged and kept inside our barn in the hope of using them to keep the soul of this old house you used as a toilet. Also, thanks for leaving the fire burning when you left, next to our expensive excavator, the cabin now smells like sour smoke. Special thanks for the feces, dirty toilet paper and used feminine pads you left in the grass where our children play free.

I hope this message finds you somehow and you redeem yourself in one way or the other. Otherwise I think you should leave the country and never come back.

Regards,

Owner“

Atli segir í samtali við mbl.is að hann hafi verið staddur á Hvolsvelli þegar nágranni hans sagði honum að það væri mikið fjölmenni á eyðibýlinu. Sagðist hann hafa séð þar þrjá hvíta bíla af gerðinni Dacia Duster og tvö dökkgræn tjöld. Atli fór á staðinn og greinir frá því að eldurinn hafi logað rétt hjá gröfu sem hann notar til að laga svæðið. Segir hann að líklega hefði kviknað í gröfunni hefði hann ekki komið á vettvang.

Atli hefur ekki náð í ferðamennina sem þarna voru að verki en málið verður kært til lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna
Fréttir
Í gær

Segir Grænlendinga geta hagnast á nánari samvinnu við Bandaríkin og gagnrýnir vopnakaup Íslendinga fyrir Úkraínu

Segir Grænlendinga geta hagnast á nánari samvinnu við Bandaríkin og gagnrýnir vopnakaup Íslendinga fyrir Úkraínu
Fréttir
Í gær

Segir enn hægt að koma í veg fyrir næsta skipulagsslys í borginni – Mun grænn veggur rísa í Laugarnesi?

Segir enn hægt að koma í veg fyrir næsta skipulagsslys í borginni – Mun grænn veggur rísa í Laugarnesi?
Fréttir
Í gær

Heimili Harry og Meghan á hááhættusvæði – Gætu þurft að rýma tafarlaust

Heimili Harry og Meghan á hááhættusvæði – Gætu þurft að rýma tafarlaust
Fréttir
Í gær

Segir að metsölulisti Félags bókaútgefenda sé ómarktækur – Ástæðan er sláandi

Segir að metsölulisti Félags bókaútgefenda sé ómarktækur – Ástæðan er sláandi