fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Margeir ósáttur: Var rekinn frá Íslandsmóti eldri kylfinga – „Mér var vísað úr leik fyrir svindl“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. júlí 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margeir Vilhjálmsson hefur marga fjöruna sopið á golfvellinum enda hefur hann stundað golf í 38 ár. Hann segist þó aldrei hafa orði vitni að jafnmiklum fáránleika og hann upplifði á Akureyri um helgina en þar var honum vísað frá keppni á Íslandsmóti eldri kylfinga, á grundvelli staðarreglna sem hann og keppnisfélagar hans höfðu ekki verið upplýstir um.

Margeir segist í stuttu samtali við DV ætla að fara með málið lengra og tilkynna ákvörðunina til Royal & Ancient Golf Club í St Andrews, en það eru þeir aðilar sem stýra reglum í golfheiminum.

Margeir fer yfir málið í ítarlegri Facebook-færslu sem hann veitti DV leyfi til að endurbirta. Þar segir hann að stoltið hafi orðið mótshöldurum að falli og þeir hafi ekki getað kyngt þeirri staðreynd að þeir hafi gert mistök:

„Víða hef ég komið við í golfi á 38 árum – en aldrei hef ég orðið vitni að eins miklum fáránleika og ég fékk að kynnast á Akureyri í gær og í morgun á Íslandsmóti eldri kylfinga. Þar var mér vísað úr leik fyrir svindl- eða eins og það heitir á reglumálinu – Alvarlegar misgjörðir.

Ég átti fund í morgun kl 8:15 með 5 manna mótsstjórn á vegum Golfsambands Íslands sem kýs frekar að fylgja lygum eins nefndarmanns – en að láta skynsemina ráða.

Svo er það nú þannig með stoltið – að þegar menn fara framúr sér í refsigleðinni – þá er erfitt að játa á sig mistök og draga í land. Arnar Geirsson, starfsmaður GSÍ, Steindór Ragnarsson, framkvæmdastjóri GA, Jón Heiðar Sigurðsson, Tryggvi Jóhannson golfdómari og Jón Steindór Árnason gjaldkeri GSÍ mynda mótsstjórn þessa annars ágæta móts.“

Margeiri og félögum er gefið að sök að hafa endutekið pútt á 17. flöt eftir að leik var lokið. Er það bannað samkvæmt staðarreglum en heimilt samkvæmt almennum golfreglum. Dómara mótsins varð ekki hnikað þrátt fyrir fortölur Margeirs:

„Við erum þrír félagarnir að búnir að slá upphafshögg okkar á 18. braut á 2. hring og erum að gera okkur klára til að pútta þegar dómari mótsins Tryggvi Jóhannsson kemur hlaupandi niður að flötinni móður og er mikið niðri fyrir. Hann bendir á leikfélaga mína tvo. Heyrðiði – þú og þú – þið voruð að endurtaka pútt á 17. flöt eftir að leik var lokið og það er bannað samkvæmt staðarreglum. (Tekið skal sérstaklega fram að þetta er heimilt samkvæmt golfreglunum.)

Upphefjast nokkrar samræður milli mín í dómarans í framhaldi af þessu. Þar spyr ég hvaða staðarreglna hann sé að vísa til – því enginn okkar kannaðist við að hafa fengið þær afhentar eða verið upplýstir um þær við upphaf leiks hvorki á leikdegi 1 eða 2.

Þá kemur að “orðaskiptum” okkar Tryggva dómara:

Ég spyr Tryggva hvort þetta séu fyrstu tveir leikmennirnir sem hann sé að víta fyrir þetta því líklegt væri að þetta væri almennt stundað í mótinu. Því svarar hann ekki en segir mér hinsvegar að hann hafi verið úti á velli frá því klukkan 7:30 í morgun. Hann hafi ekki einu sinni fengið sér hádegismat og hann eigi fullt í fangi með að halda uppi leikhraða á vellinum. (Klukkan er rétt að verða 15:00 þegar samtalið á sér stað).

Ég spyr hann þá hvort ekki sé bara best að slaka á – fá sér hádegismat og fara svo betur yfir þessi mál, því að okkar mati væri leikhraðinn bara fínn. Ég bendi honum á að það sé hæpið að víta leikmenn samkvæmt staðarreglum sem þeir hafi ekki verið upplýstir um. Þeir voru ekki að tefja leik og áminnig væri kannski við hæfi. Sérstaklega þegar meint staðarregla sem engum okkar var kunnugt um gengur í berhögg við almennar golfreglur. Honum sé í lófa lagið að fylgja okkur til skorkortaherbergis enda séum við á 18. Tryggvi rýkur að því loknu frá 18. flötinni og uppað 17. og hverfur okkur sjónum. Hefði hann viljað víta meðspilara mína var honum í lófa lagið að fylgja okkur til skorkortaherbergis og sinna starfi sínu formlega. Það kaus hann að gera ekki.

Við stóðum eftir nokkuð undrandi. Vorum sammála um það að dómarinn væri að hlaupa á sig. Leikfélagar mínir neituðu að taka á síg víti. Við förum og göngum frá skorkortum og staðfestum okkar skor. Að auki hafði ég gengið á undan félögum mínum af 17. flöt og sá ekki hvað þar fór fram og dómarinn vísaði til.“

Margeir lætur forseta Golfsambandsins fá það óþvegið í lok pistils síns: „Hulda Bjarnadóttir – þessi ósómi er á þinni vakt!“

Frásögnina í heild má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins