fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Grétar Sigurðarson fallinn frá

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. júlí 2022 12:43

Grétar Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grétar Sigurðarson, athafnamaður er fallinn frá 45 ára að aldri. Hann var búsettur á Spáni hin síðari ár ásamt sambýliskonu sinni og tveimur sonum.

Hann var einn af þremur mönnum sem hlaut fangelsisdóm árið 2004 fyrir aðild sína að líkfundarmálinu svokallaða.

Grétar sneri blaðinu við eftir afplánun og stóð í margskonar rekstri. Hann var opinskár um fortíð sína og steig fram í nokkrum viðtölum varðandi þá sjálfsvinnu sem hann fór í gegnum í áttina að betra líf og ekki síst baráttu við að halda sér edrú en hann var afar virkur innan AA-samtakanna.

Sjá einnig: Grétar hlaut dóm fyrir Líkfundarmálið – „Ég er enginn engill og verð aldrei hvítþveginn“

Líkfundarmálið er með þekkustu sakamálum Íslandssögunnar. Það hefur reglulega verið rifjað upp í fjölmiðlum undanfarin ár og var meðal annars innblásturinn að kvikmyndinni Undir Halastjörnu sem kom út árið 2018.

Í viðtali við Austurglugga árið 2018 ræddi Grétar þau áhrif sem málið hafði haft á fjölskyldu sína og bakland. Þegar að synir hans voru farnir að upplifa áreiti vegna málsins ákvað hann að söðla um ásamt sambýliskonu sinni og flytja til Spánar.

Sjá einnig: Grétar ætlar ekki að heimsækja sjúkrahús í heilt ár – „Ég hef verið hrakfallabálkur allt mitt líf“

„Ég vil ekki að synir mínir þurfi að vaða minn skít. Þeir verða að fá að lifa sínu lífi óáreittir. Sá eldri kom til mín um daginn og spurði af hverju ég hefði verið krimmi? Af hverju ég hefði verið í fangelsi? Ég hef ekki hugmynd um hvar hann heyrði það, en hann er aðeins sex ára gamall. Þetta er ástæða þess að við fluttum úr landi, til þess að gefa þeim frið. Ég mun aldrei losna við þennan stimpil og vorkenni mér það ekki neitt, en börnin mín eiga ekki skilið að þurfa að standa í þessu bulli.“

DV sendir innilegar samúðarkveðjur til allra ættingja og vina Grétars Sigurðssonar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“