fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Brynjar gefur lítið fyrir grein Gísla – ,,Í hvert sinn sem hann opnar munninn milli ekkasoganna lætur hann samflokksmenn sína líta út eins og hver önnur gáfnaljós í samanburði“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 16. júlí 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Í heilan áratug hef ég reynt að skilja hvað sumir stjórnmálamenn eru yfirhöfuð að gera í pólitík. Þeir standa ekki fyrir neina hugmyndafræði og hafa takmarkaða þekkingu á helstu hagsmunamálum þjóðarinnar eða leggja á sig að kynna sér þau,“ skrifar Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, í færslu á Facebook. 

Skýtur hann þar með að þingmanni Pírata, Gísla Rafni Ólafssyni, sem skrifaði í fyrradag grein á Vísi.is þar sem hann Gísli Rafn segir meðal annars: „Það getur verið gott að vera með stjórnmálamenn og flokka í vasanum þegar kemur að því að arðræna sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þannig er hægt að tryggja að reglur um hámarkseign kvóta séu þannig útfærðar að það sé ekkert mál að fara framhjá (sic) þeim. Þannig er líka hægt að tryggja það að það gjald sem greitt er fyrir auðlindina sé svo lágt að það standi ekki einu sinni undir eftirliti með veiðunum.“

Brynjar gefur lítið fyrir þessi orð. ,,Það er bara gasprað ábyrgðarlaust út í loftið til að skapa óánægju og upplausn. Á því þrífast þeir í pólitík og fjölmiðlar spila með,“ segir Brynjar.

Rugga ekki bátnum

Gísli Rafn segir í sinni grein að auðvelt sé að sjá af hverju ríkisstjórnarflokkarnir séu í vasanum á útgerðinni. ,,Þegar skoðaðir eru ársreikningar flokkanna, en þeir eru aðgengilegir á vef Ríkisendurskoðunnar (sic), þá má sjá að undanfarinn áratug þá hafa þessir þrír flokkar og frambjóðendur þeirra verið vel styrktir af þessum aðilum. Það er því ekkert skrýtið að þessir flokkar ruggi ekki bátnum hjá stóru útgerðunum en sé endalaust að reyna að sökkva strandveiðibátum,“ segir hann síðan.“

Á milli ekkasoga

Brynjar nafngreinir ekki Gísla Rafn í færslu sinni en segið viðkomandi halda að ræðustóll þingsins sé svið í leikhúsi og hann leiki aðalhlutverkið í öllum verkum, ryðjist hann fram á ritvöllinn og segi gott að vera með stjórnmálamenn í vasanum þegar arðræna eigi auðlindir þjóðarinnar.
,,Í hvert sinn sem hann opnar munninn milli ekkasoganna lætur hann samflokksmenn sína líta út eins og hver önnur gáfnaljós í samanburði.“
Brynjar bætir við að þessi ágæti maður viti það kannski ekki en hann geti aðallega þakkað samflokksmönnum sínum og öðrum vinstri mönnum að stjórnmálaflokkar eru nú orðið nánast alfarið fjármagnaðir af skattgreiðendum. Líka þeir flokkar sem lítið sem ekkert fylgi hafa.“
Eggið og hænan
,,Þessir aurar sem koma frá atvinnulífinu til starfsemi stjórnmálaflokka, eða arðræningjunum eins það heitir víst, duga skammt til að hafa stjórnmálamenn í vasanum. Öll þau ár sem ég var í pólitík töluðu þessir arðræningjar aldrei við mig eða reyndu að hafa áhrif á mig með öðrum hætti. Þeir einu sem töluðu við mig voru hagsmunasamtök sem vildu fá fé úr sameiginlegum sjóðum okkar, oftast til að reka pólitískan áróður.
En aldrei dettur þessum mönnum í hug að koma með frumvörp eða alvöru tillögur um breytt fyrirkomulag fiskveiða eða nýtingu á öðrum auðlindum sem þjóðin býr yfir. Þess í stað eyða þeir mestri orku í að tala niður íslenskt atvinnulíf við hvert tækifæri, jafnvel um allan heim og vilja svo ráðskast ótæpilega með einu takmarkalausu auðlindina í þeirra huga, sem er skattfé almennings, og það helst til að gæta hagsmuna annarra en Íslendinga.
Það kann að vera rétt sem einhver gáfaður maður sagði að hnignun stjórnmálanna í hinum vestræna heimi er svo hröð að það er ógn við lýðræðið og helst í hendur við hnignum fjölmiðla. Hvort kemur á undan, eggið eða hænan, veit ég bara ekki,“ segir Brynjar Níelsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“

Tjáir sig um heilsufar Pútíns – „Hann deyr fljótlega“
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Í gær

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“