fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Sagðist kominn til Íslands til að skoða norðurljósin en var með fulla tösku af ólöglegum töflum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. júlí 2022 11:55

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í fyrradag farbannsúrskurð héraðsdóms yfir erlendum manni sem gert er að sæta farbanni til 5. ágúst.

Maðurinn var stöðvaður við tollahlið í Leifsstöð þann 17. apríl síðastliðinn. Við gegnumlýsingu á tösku hans mátti sjá að í henni væru pakkningar sem skoða þyrfti betur. Framvísaði maðurinn vegabréfi og kvaðst hann vera að koma hingað til að skoða norðurljósin. Sagði hann að hann væri að fara að hitta félaga sinn sem hefði græjað fyrir hann hótel í miðbænum en það væri vinur hans sem byggi á Íslandi. Þegar hann var spurður um nafn hans gat hann ekki svarað því strax en gaf síðan upp sennilegt nafn. Aðspurður um hvort eitthvað væri í töskunni svaraði hann því ekki beint en kvaðst hafa pakkað í töskuna sjálfur. Í töskunni fannst mikið magn af töflum en maðurinn sagði að um væri að ræða diazepam og hann ætti þetta sjálfur en vissi ekki hversu margar þær væru.

Rannsókn leiddi í ljós að um var að ræða tæplega 14.000 töflur af ólöglega framleiddu efni sem er skylt diazepam. Innihalt taflanna er sagt vera breytilegt og geta verið stórhættulegt. Áætlað söluverðmæti er 18,6 milljónir króna.

Í skýrslutöku hjá lögreglu játaði maðurinn að tilgangur ferðarinnar hafi verið að koma með töflurnar til landsins og hafi hann átt að fá greitt fyrir það. Hann hafi ekki vitað hvern hann átti að hitta hér á landi en hann átti að vera í samskiptum við þann mann í gegnum annan mann. Sagðist hann þá ekki hafa pakkað sjálfur í töskuna heldur hafi efnin verið í töskunni þegar hann fékk hana.

Það er mat héraðssaksóknara að fyrir hendi sé rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um brot sem getur varðað allt að 12 ára fangelsi.

Meintur samverkamaður mannsins var handtekinn þann 29. júní og situr núna í gæsluvarðhaldi.

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“